Lokað í Bláfjöllum

Mér finnst það góð hugmynd hjá „predatornum“ / geimverunni Jóni Gnarr að loka Bláfjöllum í tvö ár í sparnaðarskyni. Þótt það geti hugsast að mann langi til að bregða sér á skíði einhvern daginn þá er það vissulega munaður sem hægt er að vera án. Í lúxusnum eigum við að spara og skera miskunnarlaust niður þar til betur árar, en minna i í t.d. heilbrigðis- og menntamálum. Ég horfði á Kastljósið í gær og er hrifin af því hvernig Jón gefur pólitísku froðusnakki langt nef og beitir öðru tungutaki og fersku myndmáli. Ég vona að hann falli aldrei ofan í skotgrafirnar eða leggi fyrir sig nöldur og hæðnisglósur eins og tíðkast meðal stjórnmálamanna, heldur hafi alltaf heiðarleika og almannaheill í öndvegi. Þá getum við kannski einhvern tímann vænst endurreisnar.

3 athugasemdir

  1. já ef hart er í ári þá sleppir maður skíðaferðum…en það eru nokkrir sem æfa skíði og þá má t.s. styrkja þá til ferða norður í land…varla kostar það 87 milljónir!! Svo eru Bláfjöll langt neðan við venjulega snjólínu, skíðasvæði þurfa að vera í alvöru fjöllum 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s