Hér hafa verið góðir gestir sl. þrjár vikur, þeir Siggi Magg og Eiríkur Arnar, frændur Brynjars. Þeir bræður hafa verið með risaskómarkað í Molduhrauni. Siggi og Brynjar hafa verið vinir og fóstbræður frá blautu barnsbeini en eru samt ekki alltaf eins klæddir þótt þeir séu það á þessari mynd. Það er búið að vera mjög gaman að hafa þessa góðu gesti. Í gærkvöldi fórum við öll á Sushi í Iðu og átum fisk af færibandi.
Ja hvur röndóttur……og borða fisk af færibandi…ekki hefði maður gert það í frystinu!!!