lítið eitt innar í glaumnum
blaktir
ein flauelshvít svefnbæn:
óli krossbrá kemur og hellir blýi í
augun á mér hann er flinkur og stundvís
hann á litla regnhlíf og starir á mig
nakta – ég held það sé varasamt að
játast honum en mig langar
að
lifa hættulega
(Sigurbjörg Þrastardóttir 2010, bls. 40)
Hún kom einmitt til okkar og las fyrir unglingana.
sæl kelling, nú þarftu að fara að gefa frá þér gáfulegar vísbendingar varðandi góða og uppbyggilega jólalesningu fyrir okkur almúgann
Það er rétt! ég las stórgóða bók um daginn sem heitir Kaffihús tregans, frábæra ljóðabók sem heitir Vetrarbraut, mér fannst gaman að Geislaþráðum eftir Sigríði Pétursdóttur (var í MA ef ég man rétt) og Hreinsun er ansi mögnuð. Meira síðar!