Ég hef skrifað bókmenntagagnrýni / ritdóma árum saman, fyrst á DV og síðan á MBL og nú í Kvennablaðið. Það er krefjandi starf en stórskemmtilegt og ég legg mig fram um að vera fagleg og óháð í mínum ritdómum, finna bæði kost og löst, og lít svo á að ég sé fyrst og fremst að þjóna almennum lesendum. Ég vil þakka öllum þeim sem hafa lesið skrif mín yfir fyrir mig í gegnum árin, gagnrýnt þau, hvatt mig áfram og stungið að mér góðum hugmyndum, sérstaklega þeim Huldu Egilsdóttur og Steinunni Haraldsdóttur. Nú eru ritdómar mínir frá upphafi komnir hér á einn stað og verða aðgengilegir hér, njótið vel. Munið bara að geta heimildarinnar (höfundur, ártal, titill ritdóms, slóð og dagsetning) ef meiningin er að nota úr dómunum í ritgerðir o.þ.h.