Hundar í bókmenntum

Fólk og fræði, rúv, október 2015

HANDRIT að útvarpsþættinum

Hundar í bókmenntum

(óstytt)

 

KYNNING

Í þættinum ráða hundar ríkjum. Steinunn Inga Óttarsdóttir fer í stutta gönguferð með snáser-tík, heimsækir Gyrði Elíasson austur í Flóa og ræðir við hann um hunda í höfundarverki hans og stiklar á stóru um birtingarmyndir og tákngildi hunda í nýlegum íslenskum bókmenntum. Lesari með henni er Sigríður Albertsdóttir.

6108930845_25eb4d2b62_b

Mynd af flickr.com 

Upphaf                                                                                                                     30 sek

Lag Happy dog með Blondie, https://www.youtube.com/watch?v=t0Dk-YQayB0

Feida út eftir 30 sek

Hljóðskrá Hundaradio2 Gönguferð með hund                                                      6,31 mín

Punktar fyrir gönguferð með hund:

Jæja Aska litla, eigum við að … eigum við að … já ha eigum við að koma út, viltu koma út jájá, gelt gelt gelt!!!… öskugrá snáser tík, lítil og létt, með skegg og augabrúnir…

Svo labb, Jæja það er bara þetta fína veður, ha Aska, varstu alveg komin í spreng? varstu glöð að ég nennti að fara með þig út? já ertu best? já langbest… Voða geta hundar verið yndislegir, ljúfir og glaðir alltaf, gefa manni svo mikið. Svo þegar við komum heim þá skulum við fara í sófann, við skulum kíkja í bók en þú ferð í bælið og færð ekki að vera í sófanum, ég ætla að lesa eitthvað gott, hvernig er það, eru ekki einhverjir hundar í bókum?

Frægur og elstur er líklega Sámur Gunnars sem var sárt leikinn á sínum tíma, Gunnar heyrði ýlfrið í honum þegar hann var drepinn, það hefur ekki verið notalegt að vita af sínum góða hundi í óvinahöndum. Þetta var fyrirboði um feigð, þarna vissi Gunnar að þetta var búið. Svo voru auðvitað allskonar hundar í goðafræðinni eins og td Kerberos sem gætti dyra heljar, en ég sé goðfræðilega hunda ekki fyrir mér sem vini eða húsdýr eða gæludýr. Nema kannski Argus, hund Ódysseifs, sem er einn fyrsti hundur sem nefndur er á nafn í vestrænum bókmenntum, hann var frískur og hress þegar Ódysseifur fór að heiman og lenti í sínum hrakningum sem frægir urðu, þegar Ódysseifur sneri eftir 20 ár var höll hans og eiginkona umsetin af brjáluðum biðlum, en hann hafði dulbúið sig og var óþekkjanlegur en þá þekkti Argos strax húsbónda sinn, en var hundurinn þá orðinn svo gamall, lúsugur og lasinn af illri meðferð, að hann rétt gat dillað rófunni og lyft hausnum til að fagna honum, En óDysseifur þóttist ekki þekkja sinn vitra og trygga hund því þá hefði komist upp um hann en það þótti honum sárt að þurf að gera og gat ekki varist tárum.

Lappi sem Kári átti var ágætur hundur, ólíkt því sem maður hefði haldið gerist sagan af þeim í kaupstað en ekki í sveit. Lappi er svona upplýsingafulltrúi í sögunni, Kárir trúir honum fyrir hugsunum sínum og líka segir honum hvað á undan er gengið og útskýrir ýmislegt.

Emil og Skundi, það er fyrsta barnabókin sem hlaut viðurkenningu úr verðlauna sjóði íslenskra barnabóka, það var árið 1986. Skundi sló í gegn, svo er Tommi hundur Finns í Dularfullu bókunum en bíddu hvernig er það … á engin stelpa hund í íslenskri sögu? Tékkum á þvi Aska, Það er pæling.

Tobbi og Tinni eru frægt par, Tobbi er Terrier, afskaplega vitur og framsýnn, skilur mannamál og bjargar lífi Tinna margsinnis og Tinni lífi hans, þar er einstaklega fallegt samband manns og hunds. Tobbi er kaldhæðinn og það þarf að passa að hann komist ekki í vískíið hans Kolbeins kafteins.

Þorgils gjallandi rithöfundur sem uppi var á 19. öld var frægur fyrir dýrasögur sínar. Hann skrifaði ansi magnaða sögu um hundinn Val, sem var heimaríkur á prestsetrinu, kátur og glaður með gljáandi feld og björt augu, saddur og sæll, flaðrar upp um fólk, fær klapp og bein og er aldeilis ánægður með lífið. En svo verða prestaskipti og þá er hann alltíeinu hrakinn út í horn, sætir illri meðferð, er barinn og sparkað í hann og er oft svangur. Þá snýst í honum og hann verður þjófóttur og grimmur. Þannig eru hundar nefnilega, þeir mótast af uppeldi og atlæti og eru spegilmynd af eiganda sínum.

Það þarf alltaf að muna að taka upp hundaskítinn, setja í poka og í næstu ruslatunnu. Allir hundar eiga að vera með ól, og alltaf í bandi þegar þeir eru innan um fólk. Það er til fólk sem er lafhrætt við hunda, sem hlýtur að vera erfitt því það er orðið svo mikið af hundum í bænum, og hundaeigendur verða að taka tillit til þeirra. Hundar sem kunna að hlýða, eru eins og góðir nemendur, vilja hrós og veðrast allir upp við það. Þeir sem ekki hlýða læra aldrei neitt og eru óþolandi.
Nú eru þeir orðnir soldið stöðutákn, hreinræktaðir og eðalbornir með ættbók og kosta ekki undir 200 þúsundkalli. Þeir klæðast jafnvel fötum… Svo er tilvalið fyrir fólk sem er einhleypt að fá sér hund, það er margs konar félagsskapur í kringum hunda þar sem hægt er að kynnast fólki, snakkið byrjar á svona, vá hvað þetta er fallegur hundur, hvaða tegund er þetta? er þetta tík eða rakki? Hvað er hann gamall osfrv. Áður en langt um líður gæti fólk farið að plana hitting, labba saman út með hundinn og orðið góðir félagar, vinir eða elskendur. Gaman að því!

Og það var meira að segja hundur sem var fyrsta lifandi veran sem fór útí geim, geimtíkin Laika, í nóvember 1957, en alls var 36 hundum skotið á loft til prufu áður en Gagarín fór svo fyrstur manna. Þetta var algjör sjálfsmorðsferð, bara dauðinn á sporbaug. Sputnik 2. Laika var flækingstík, hún var bara hirt upp af götum Moskvu nokkrum vikum áður. Þetta var í geimkapphlaupi risaveldanna, Bandaríkjanna og Sovjét. Laika var þjálfuð í e-r vikur, ma í að éta hlaupkenndan gervimat, sætta sig við að vera óluð niður og vera lengi kjur í þröngu rými, í ek pínulitlu búri í allt að 15-20 daga, vá þvílík meðferð. Það átti að mæla alla líkamsstarfsemi hennar á sporbaugnum, ss púls ofl, og nýta þær rannsóknir og mælingar síðar. Hún var smávaxin og hentaði þess vegna vel í þetta verkefni og svo var hún víst einstaklega ljúf, einn starfsmaður geimferðastofnunarinnar sagði frá því síðar að hann tók hana heim með sér tl að leyfa henni að leika sér við krakkana og var til þess tekið hve stillt og ljúf hún var. Planið var að hún lifði í nokkra daga á þessu flugi og því var lengi haldið fram en svo kom í ljós að hún drapst eftir nokkra klukkutíma, bæði af ótta og ofhitnun. Laika ruddi brautina fyrir frekari geimferðir, eldflaugin sem var eiginlega líkkistan hennar fór 2500 sinnum í kringum jörðina áður en hún brann upp í lofthjúp jarðar hálfu ári síðar.

Grimmir hundar, td. Baskerville hundurinn frægi sem skildi eftir sig ótrúlega stór spor… og Cujo, 90 kílóa st bernharður með hundaæði sem drepur fjölda manns í bók Stephens King, Umsátrið. Besti vinur mannsins breytist í algjört óargadýr og sjónarhornið er til skiptis hjá hundinum og hjá ungri konu og fjögurra ára syni hennar sem eru föst í bíl sínum á afskekktu bóndabýli, vatnslaus í steikjandi hita og hundurinn situr um þau á þriðja sólarhring, hrikalegt ástand og þetta endaði illa. Mjög gaman að sjá inn í huga hundsins, King hlýtur að hafa átt hund eða vera mikill hundavinur. Bókin er frá 1981, engir gemsar komnir til sögunnar….

Svo er Snati, frægur íslenskur hundur. Þegar ég var lítil heyrði ég fyrst kvæðið um Óla og Snata, Heyrðu snöggvast Snati minn eftir Þorstein Erlingsson. Ég var ekki hrifin af þessum texta, hvað er Óli að vesenast og ágirnast það eina sem hundurinn á, „Heldurðu ekki að hringinn þinn, ég hermannlega bæri…“ og „Lof mér nú að leika að, látúnshálsgjörð þinni“. Hann nauðar í Snata og lofar honunm öllu fögru „ég skal seinna jafna það með jólaköku minni“, Snati lætur loks undan, en ég hef alltaf á tilfinningunni að Óli svíki hann, Snati fái aldrei kökuna sína og jólin. Trallallavoff trallavoff tralla… 

Lag     Dogs are everywhere með Pulp, https://www.youtube.com/watch?v=PFJFTEHnSRw

feida út eftir 50 sek

Umsjónarmaður                                                                                                    30 sek

Já ágætu hlustendur, hundar eru víða og þeir reka svo sannarlega upp sitt bofs í bókum eins og annars staðar. Flestir muna til dæmis eftir hundi Bjarts í Sumarhúsum, sem var gul hundtík, lúsug og ormaveik. Hún hefur skýrt tákngildi þess sem beygir sig undir valdið og hlýðir. Hún flaðrar upp um alla, mest þá sem sparka í hana. Þannig er hundalífið, þannig er í rauninni hugarfar og eðli hunda og þess vegna eru þeir bestu vinir mannsins – sem öllu vill ráða.

Lag     I love my dog með Cat Stevens https://www.youtube.com/watch?v=Qcqk_SEsLPU

Feida inn undir texta í 10 sek, feida þegar 1 mín er búin af laginu, þanng að 50 sek heyrast á fullum styrk 

Umsjónarmaður                                                                                                    20 sek

Ein algengasta bókmenntaleg ímynd hunda er tryggð og hollusta sem ná út yfir gröf og dauða og um það eru ótal sögur. Til er saga um kvæðið Rakki sem Grímur Thomsen orti:

Kvæðið Rakki

Á leiði einu í kirkjugarðinum í Þingmúla i Skriðdal er mynd af hundi, sem liggur fram á lappir sínar. Þetta er leiði Þorgríms Arnórssonar, sem á öldinni, sem leið, var prestur í Hofteigi á Jökuldal og í Þingmúla. Hann var búmaður mikill og dýravinur. Hann átti ágæta hesta, og jafnan átti hann hund, sem lá í nánd við hann, þegar hann var heima við, og fylgdi honum alltaf eftir á ferðalögum. Seinasti hundur séra Þorgríms hét Rakki. Þá er séra Þorgrímur lézt, vildi hundurinn ekki víkja frá líki hans, og var Rakka lofað að liggja við líkbörurnar. Ekki fékkst hann til að bragða vott eða þurrt. Líkið var kistulagt, en Rakki hélt uppteknum hætti. Síðan fór jarð- arförin fram, og þegar líkkistan var borin í kirkju, fylgdi Rakki henni að kirkjudyrunum. Þá er kistan var borin út, sýndi það sig, að Rakki hafði beðið við kirkjudyrnar. Hann fylgdi kistunni eftir, og þegar mokað hafði verið ofan í gröfina, lagð- ist hann á moldarbinginn. Reynt var að bera hann á brott, en hann undi því hið versta, og strax og honum hafði verið sleppt, hljóp hann út í kirkjugarð og lagðist á leiði séra Þorgríms. Rakka var færður matur og drykkur, en hann neytti ekki neins, og loks varð hann hungurmorða á leiðinu. Brezkum ferðamanni, sem kom að Þingmúla, var sögð sagan af Rakka. Hann varð svo hrifinn af henni, að hann lét móta mynd af hundi og sendi hana síðan út til Islands með þeim fyrir^ mælum, að henni skyldi komið fyrir á léiði séra Þorgríms.

RAKKI

Sá er nú meir en trúr og tryggur

með trýnið svart og augun blá,

fram á sínar lappir liggur

líki bóndans hjá.

Hvorki vott né þurrt hann þiggur,

þungt er í skapi, vot er brá,

en fram á sínar lappir liggur líki bóndans hjá.

Ef nokkur líkið snertir, styggur

stinna sýnir hann jaxla þá,

og fram á sinar lappir liggur

líki bóndans hjá.

Til dauðans er hann dapur og hryggur,

dregst ei burt frá köldum ná,

og hungurmorða loks hann liggur

líki bóndans hjá.

Grímur Thomsen.

Ótal sögur eru til um vitra, trygga og fylgispaka hunda. Og það er kunnugra en frá þurfi aS segja, hve oft hundar hafa orðið feröamönnum að liði, og oft og einatt bjargaö lífi þeirra með því að rata í dimmviðrum eða vara við ófyrirséðri hættu. Allir ferðamenn, sem láta hund fylgja sér, skyldu því sýna þessum góða förunaut sínum mestu nákvæmni í allri meðferð, ekki síst á langferðum.

En hundar geta líka verið í öðrum erindagjörðum. Í verkum Gyrðis Elíassonar koma hundar iðulega fyrir.[1] Þeir fylgja persónunum og minna þær á stöðu þeirra í tilverunni, tengjast draumum þeirra, ótta og fortíð á einhvern heillandi hátt.

Lesari                                                                                                                         35 sek

Allt í einu er kominn hundur hingað að sniglast í kringum húsið. Hann er að sjálfsögðu svartur, annars hefði ég orðið undrandi. Ég veit ekki hvaðan hann kemur, líklega úr einu af húsunum sem eru í sama lit og hann. Annars hefur hann augu eins og selur, hann gæti þess vegna verið kominn upp úr sjónum, hvað veit maður. Ég gef honum kleinu út um dyrnar, en það eru líklega mistök því hann horfir á mig eins og ég sé hálfguð. Ég vil ekki vera hálfguð neinnar lífveru, hvað þá alguð. Ábyrgðin sem fylgir slíku er sligandi. Ég vil enga ábyrgð. Forðast meira að segja ábyrgðarbréf. Ef ég fæ tilkynningu um að það sé ábyrgðarbréf á pósthúsinu, þá sæki ég það ekki…(27-28).

 

Hljóðskrá, viðtal við Gyrði                                                                                             12,56 mín

Gyrdir.wav

Lag Í lok viðtals, Black eyed dog Með Nick Drake https://www.youtube.com/watch?v=PabxhKTkE0U

Lagið er 3,25 mín. Feida inn upphaf lags í 35 sekúndur í lok viðtals, þá hefst söngur, feida svo út á 2,15 mín         

Samtals 1,45 mín                                                   

Umsjónarmaður                                            

Blackeyed dog eftir Nick Drake er einfaldur texti sem menn hafa þó kafað djúpt í og tengt við hugmynd Churchills og Gyrðis um svarta hundinn sem tákn þunglyndis sem Drake barðist við, og lést af völdum ofneyslu þunglyndislyfja aðeins 26 ára gamall.               

Nú reikar hugurinn að hundinum Glóa sem kemur fyrir Í Öræfum eftir Ófeig Sigurðsson. Þar segir meðal annars af Koch kafteini sem í vísindaleiðangri vildi bara hafa með sér þolgóða, íslenska hesta, og fjárhundinn Glóa sem var glaðsinna og uppátækjasamur og hélt uppi móralnum í ferðinni. En leiðangursmenn tapa áttum, Hestarnir örmagnast einn af öðrum og kafteinninn neyðist til að fella þáþ Þegar ferðalangarnir eru orðnir matarlausir er fátt til ráða:

Lesari                                                                                                             1,15 mín      

Það var aðeins eitt að gera til að lifa af, þeir slátruðu góðvini sínum hundinum Glóa og átu hann. Rétt í því sem Koch stingur upp í sig fyrsta bitanum úr hundasúpunni með æðisgengna sorg í hjarta, því hann var dýravinur mikill og leiddist þessi óþrifaverk að vera alltaf að skjóta dýrin og fórna þeim fyrir vísindin, þegar Koch stingur fyrsta bitanum af Glóa litla sem hafði verið svo góður og skemmtilegur og gengið með þeim yfir hájökul Grænlands á 77ndu breiddargráðu í 50 stiga frosti gegnum marga storma og endalausa erfiðleika, aumingja Glói litli sem skeit í hettuna á úlpu Wegeners, Glói sem rápaði svo mikið á næturnar inn og útúr tjaldinu á miðjum jöklinum svo ekki var svefnfriður, allt þetta hugsar kafteinn Koch þegar hann stingur upp í sig fyrsta bitanum úr hundasúpunni, aumingja Glói litli sem festist úti um miðja nótt í óveðri þegar hann þurfti að fara út að pissa en Koch vaknaði ekki og Glói nagaði stórt gat á tjaldið til að komast inn og allir urðu svo reiðir útí hann en Glói sofnaði vært meðan mennirnir strituðu við að að gera við tjaldið um nóttina, um leið og Koch stingur upp í sig fyrsta bitanum og undrast skömmustulega hversu bragðgott kjötið er og ljúffeng súpan, sér hann bát á firðinum og þeim og öllum leiðangrinum er borgið (94).

Umsjónarmaður                                                                                                    25 sek

Ófeigur er hundaeigandi eins og Gyrðir, sjeferinn hans hefur birst á forsíðu Fréttablaðsins, mjög fallegur hundur. Sjeferinn kemur líka fyrir í bók Oddnýjar Eirar, Bláu blóði, afar fallegu, einlægu og femínísku verki um ást, ófrjósemi og missi. Þar er hundurinn elskaður óstjórnlega og fyllir upp í tómarúmið sem barnleysið er. Hann er skemmtilega erótískur en felur jafnframt í sér óljósa ógn, ætlar hann að taka völdin?

Lesari                                                                                                                         25 sek

Ástmann minn dreymdi hundinn allar nætur. Samband þeirra var svo fallegt að ég hafði aldrei kynnst öðru eins. Þeir skildu hvor annan. Og ég elskaði líka þennan hund. En þegar hann stækkaði og var orðinn eins og skógarbjörn, pungurinn þrútinn af karlhundahormónum, nefið iðandi við alla ókunna bletti, þá velti ég því fyrir mér hvort hann myndi opna hjúpinn fyrir barnssálinni eða fylla sjálfur upp í rýmið, vandlega merkjandi sér það með hlandi. (27)

 

Hundar eiga til að ryðjast inn á svið mannsins. Guðbergur segir frá hundi sem hefur mátt muna sin fífil fegurri. Hann þráir að ná athygli húsbænda sinna á ný og hann tekur stefnuna á frægðina. En leiðin á toppinn er ekki einungis ærslafull, heldur þyrnum stráð. Þannig lærir hundurinn ekki aðeins eitt og annað um sjálfan sig og hin dýrin í sveitinni heldur einnig talsvert um mannfólkið.

Úr Hundurinn sem þráði að verða frægur:

Hundurinn fær skammir en lætur ekkert á sig fá Þegar hundurinn hafði ákveðið að verða vinsælasti hundur í heimi byrjaði hann að sniglast í kringum heimilisfólkið til að ná vinsældum þess. Fyrst reyndi hann að sýna vinahót. Það bar engan árangur. Húsbændurnir fussuðu og sögðu: Vertu ekki alltaf utan í okkur! Þá datt honum í hug að sýna skemmtiatriði, viss um að þau leiddu örugglega til vinsælda. Hvaða fíflalæti eru hlaupin í rakkann? spurði konan þegar hann settist fyrir framan hana, glennti upp skoltinn, lét tunguna lafa og lyfti loppunni. Konan fussaði og hafði nóg með húsverkin og það að hugsa um dótturina sem grenjaði oft til að fá umhyggju hennar. Grenjið hafði meiri áhrif en gleðilæti hundsins. Þá reyndi hann við bóndann úti í hesthúsi og bjóst við að hann klappaði honum. Bóndinn lét sem hann tæki ekki eftir neinu svo hundurinn reyndi að væla eins og telpan. Það gerði illt verra. Konan hætti að hleypa honum inn í húsið og sagði byrst þegar hún fór út og sá hann liggja á tröppunum: Burt frá löppunum á mér! Það eina sem hundurinn hafði upp úr krafsinu var að öllum þótti hann óþolandi. Maður gæti haldið að fjandinn hefði hlaupið í kvikindið, sagði bóndinn. Engu að síður gafst hundurinn ekki upp. Þetta var þrálátt dýr sem hafði tekið ákvörðun og reyndi að fá sínu framgengt hvað sem það kostaði. Hann trúði að sannur hundur léti sér ekki allt fyrir brjósti brenna og ákvað að láta skammirnar ekki hafa nein áhrif á sig. Þrjóskan jókst og hann reyndi að koma sér betur í mjúkinn eftir því sem oftar var sparkað í hann. Bráðum hafði hann lært listina að standa á framlöppunum og sparka afturlöppunum aftur fyrir sig og veifa skottinu. Yfirleitt geta hundar þetta ekki en þessi æfði sig þangað til hann gat það leikandi. Eina nótt komst hann inn um opinn glugga og sleikti hjónin sem sváfu í rúminu. Konan rauk upp með andfælum og kallaði: Draugur! (s. 8-9)

Saga Guðbergs snýst m.a. um hver við erum og hvernig hægt er að sætta sig við tilvistina. Og að hver og einn verður að þekkja sinn stað. Gervimennskan, hversu vel gerð sem hún er, er þegar á botninn er hvolft ekkert annað en gervi. Og frægðin eftirsókn eftir vindi.

Umsjónarmaður                                                                                                    35 sek

Já, kæru hlustendur, hundar leynast víða í nútímabókmenntum og hér hafa verið nefnd aðeins örfá dæmi Þeir hafa ólíkum hlutverkum að gegna, eru örlagavaldar og tákn, og standa bæði fyrir þýlyndi og þunglyndi. Þeir eru fyrst og fremst tryggðatröll. Þeir geta verið bæði goðsagnakenndir og grimmir. Þeir eru skuggar mannsins og spegilmyndir, bjargvættur hans og og besti vinur.

Hér lýkur umfjöllun í bili um hunda í bókmenntum, ég segi ekki annað en Voff og góðar stundir.

Samtals 28,35

 

Hundalög, til brúks síðar!

Högni Stefáns

syngur um hundinn sinn: https://youtu.be/pJSC25Ue8Gg elskar hann jafnmikið og kærustuna og þegar mynd hennar fölnar verður hundurinn alltaf með honum. ´1970

Rufus Thomas, Walking the dog https://youtu.be/pJSC25Ue8Gg og Rolling Stones https://www.youtube.com/watch?v=nYs5_gmOLkY Um það að fara út með hundinn sinn eða hvað? Er kannski um að það rúnka sér? eða reykja gras? Halda við maka samstarfsmanns eða láta typpið lafa út fyrir buxnaklaufina, munnmök skv slangurorðabók

Paul McCartney orti um Mörtu sína, enskan fjárhund, Martha my dear, kallar hana Silly girl en segir jafnframt að hún hafi alltaf verið honum innblástur

Dolly Parton samdi lag og ljóð um Cracker Jack, hund sem hún átti þegar hún var barn. Hann var nú ekki neitt augnayndi, með svartan hring utan um annað augað, frekar álappalegur og horaður greyið. En hann var besti vinur hennar og félagi, allt sem krakki gat óskað sér, segir Dolly. Hún söng líka um Gipsy, Joe and me, en hún og kærastinn Joe þvælast um þjóðveginn, með hundgreyið Gipsy sem þau fundu í skurði en varð svo undir bíl og dó í öðrum skurði. Lobo, sá dularfulli tónlistarmaður, var líka á vegum úti og söng vinsælt lag um mig and þig og hundinn Boo https://www.youtube.com/watch?v=lEr9Fy3C-Yw og það frelsi sem þeir félagar nutu á flakkinu. Neil Young söng um hundinn sinn King sem var trúnaðarvinur hans en er nú kominn á hinar eilífu veiðilendur. https://www.youtube.com/watch?v=muhITRlTi6c

Og hvað er Iggy Pop að meina þegar hann vill verða hundurinn minn? http://jasper.tandy.is/blogging/walking-the-dog/ feid og Blondie þegar hún segist vera Happy dog?

Hundur í óskilum!?

Enda á Dog‘s Life, https://www.youtube.com/watch?v=PFJFTEHnSRw feida út

eða Pulp,  hundar útum allt, þefandi og sníkjandi, og hundurinn í hverjum manni.

https://www.youtube.com/watch?v=PFJFTEHnSRw

Dolly Parton syngur um hundinn sinn, 3,16 mínútur

https://www.youtube.com/watch?v=HiIB3IP5Ep0

 

[1] sbr. útdr. úr ópr BA ritgerð með læstum aðgangi, eftir Ketil Kristinsson. 2011. Skuggar mannsins. Af hundum í höfundarverki Gyrðis Elíassonar