Virkni, ábyrgð, áhugi og lýðræði í framhaldsskóla

screen-0

Í námskeiðinu Skólaþróunarverkefni KEN213F, við menntavísindasvið HÍ á vormisseri 2014, var öflugur hópur nemenda sem skrifaði skýrslu um innleiðingu lýðræðislegra kennsluhátta í Menntaskólann í Kópavogi.

Lýðræði er einn af grunnþáttum menntunar skv. aðalnámskrá framhaldsskóla (2011) og er ætlað að auka virkni nemenda í námi með lýðræðislegum kennsluháttum. Skólaþróunarverkefni hópsins góða snýst um að innleiða lýðræði inn í allt skólastarf, kennsluefni, kennsluhætti og námsmat.

Markmiðin eru:

  • að nemendur taki virkari þátt í námi sínu
  • að kennarar nýti sér fjölbreytta kennsluhætti og námsmat og þrói lýðræðisleg vinnubrögð innan skólastofunnar
  • auka möguleika nemenda til að hafa áhrif á inntak og aðferðir náms og kennslu

Lesa má skýrsluna hér: Lýðræðislegir kennsluhættir

Höfundar:

Ásta Kristín Ingólfsdóttir, Haraldur Gunnarsson, Jón Björgvin Hilmarsson, Malla Rós Valgerðardóttir, Melkorka Edda Sigurgrímsdóttir, Steinunn Inga Óttarsdóttir og Sævar Þorleifsson