Þruman og múrinn

Það var eins konar kvikmyndahátíð hjá okkur á föstudagskvöldið, fórum fyrst í bíó og leigðum okkur svo 2xdvd. Við fórum á Tropic Thunder, stórfurðulega karlrembu-víetnam-grínmynd með þyrlum, blóði og sprengingum. Mér leist ekkert á byrjunina en svo rættist úr þessu og ég skemmti mér stórvel. Í myndinni er einvalalið leikara, Ben Stiller leikstýrir og leikur aðalhlutverkið en auk hans fer Robert Downey jr á kostum og var kominn tími á að hann risi úr öskustó. Tom Cruise sýnir á sér nýja hlið í myndinni og gaman var að sjá Nick gamla Nolte á hvíta tjaldinu, hann var nú aldeilis sjarmur í Gæfa og gjörvileiki í ríkissjónvarpinu forðum daga (1976) . Næsta mynd, Das Leben der Anderes (2006), var meira fyrir minn fágaða smekk. Falleg og dramatísk mynd eftir þýska leikstjórann Florian von Donnersmarck (f. 1973). Myndin gerist í Austur-Þýskalandi nokkrum árum áður en múrinn féll. Persónufrelsi er ekkert, íbúðir fólks eru hleraðar, ritskoðun ríkir á sviði bókmennta og lista og einkabréf fólks eru opnuð við gufu og lesin í leit að einhverju misjöfnu um kommúnistastjórnina . Síðasta myndin á þessari heimagerðu kvikmyndahátíð var 10.000 BC sem var alveg ótrúlega hallærisleg. Svo er víst alþjóðleg kvikmyndahátíð í bænum en þá þarf maður víst að fara út fyrir túngarðinn…

Ókleifur Berlinarmúr!

Í Berlín, vorið 2008

2 athugasemdir

  1. Ég hef í hyggju að sjá tvær af þessum þremur. Verð eiginlega að drífa mig áður en þær verða þjóðnýttar… ég meina… hvað kallar Davíð þetta annars?

  2. Það er von þú spurjir. Og nú tók ríkið („það er ég“) að sér að redda Glitni! Ég trúi varlað að svona lagað geti gerst. Erum við í e-u bananalýðveldi?

Skildu eftir svar við Drengur Hætta við svar