Höfundur: Steinunn Inga

"Maður hélt útsýni valda víðsýni, en endurtekningin er þrengri en mjór fjörður..." Guðbergur Bergsson, Anna 1969

Menning og vald

panoptioc

Hrottalegar tilviljanir

Jurgen Habermas (þýskur heimspekingur, f. 1929) tekur upp þráðinn í pælingum Foucaults um vald, sannleika og nútíma út frá hugmyndum Kants heitins. Hann byrjar á að harma sviplegan og hrottalega tilviljanakenndan dauða Foucaults en ýmsar sögusagnir ganga um banamein hans (ég datt ofan í þessa grein…). Það sem er svo heillandi við Foucault er hvernig hann skoðar mannkynssöguna í ljósi slíkra hrottalegra tilviljana og þess sem álitið var merkingarlaust og forgengilegt. Hann horfir t.d. ekki á frönsku byltinguna sem sögutákn eða fyrirmynd (Kant), heldur lítur til hinna sögulegu drifkrafta og hugsunar eða „vitsmunavilja“ sem hrundu henni af stað; eldmóðinn sem fjöldinn lét í ljósog hið bnnkynsinsnnar gem hrundu henni af stað, eldmann skoðar söguna, hendin og, hið gagnrýna afl sem knúði fram breytingar á hugsunarkerfi samtíma síns. Áður hafði hann einmitt litið á þennan vitsmunavilja sem birtingarhátt valds svo annað hvort er hann ósamkvæmur sjálfum sér, hefur skipt um skoðun eða er áþreifanlegt dæmi um að hægt sé að flækjast svona kyrfilega í orðræðunni.

Sársaukafull undrun

Annar þýskur heimspekingur, Theodore Adorno (d. 1969), gruflaði í hvernig í ósköpunum villimennska seinni heimstyrjaldarinnar gat átt sér stað í siðmenntaðri Evrópu. Vísindin áttu að hans mati snaran þátt í því, ekki síst nútímaheimspeki áðurnefnds Kants um hreina skynsemi þar sem bábiljum er úthýst og skuggahliðum tilverunnar afneitað.  Andstæðuparið kunnuglega, menning og náttúra, tengjast völdum og þekkingu, sjálfræði og drottnun, og sækir Adorno rök sín lengra aftur en Foucault, allt til grískra goðsagna sem hann túlkar á marxískan hátt um höfðingja og þræla (Hegel). Í framhaldi greinir Viðar Þorsteinsson díalektík náttúru og skynsemi í Antikristi (2009) eftir Lars von Trier (f. 1956) þannig að orðræða skynsemi, rökhyggju og vísinda tilheyra karlinum en villta náttúran konunni; lumma sem lengi var réttlæting fyrir kúgun kvenna og er orðin ansi þreytt. Ég settist við skjáinn með poppskálina en myndin var langdregin og drungaleg (upphafsatriðið er magnað), vaðandi í  klisjum og táknum og hryllilega ofbeldisfull. Túlkun Viðars gefur myndinni merkingu og vídd, skv. henni er andlegt ofbeldi í þerapíu karlsins klínískt, næstum sadískt og útreiknað (skynsemisboð, vísindi); líkamlegt ofbeldi sem hún beitir í örvæntingu er sömuleiðis yfirgengilegt (m.a. gelding) auk hinnar  grimmu og villtu náttúru skógarins sem myndar bakgrunninn en þar eru dauði og þjáningar daglegt brauð. Svo það er ekki von á góðu og poppið var ósnert þegar myndinni lauk.

Adorno tekur höfundarverk Nietzche og Sade markgreifa sem dæmi um hvernig hin kalda, hagnýta, reglufasta skynsemi (karlsins) er útfærð í sinni öfgafyllstu mynd þar sem samúðin er hreinlega fyrirlitin enda var þessum höfundum útskúfað í mannúðlegum menningarkreðsum. Hann  skýrir hvernig þessi hugmyndafræði sveipar skilningarvitin einfaldaðri þekkingafræði þar sem einungis rödd tæknivæddrar skynsemi fær að heyrast (sbr. vax í eyrum skipverja Ódysseifs). Í slíkum jarðvegi blómstra hugmyndir um fasisma, leiðogadýrkun og yfirburðahyggju sem leiða til sögulegra hörmunga sem menntamenn horfðu á forðum með „sársaukafullri undrun“ en við nútímamenn ættum að læra af.

Marxísk sýn

Í óvæginni grein Horkheimers og Adorno er talað um hvernig menningin steypir allt í sama mót einokunar og einsleitni, auðmagns, fjölföldunar og falskrar samsemdar. Félagarnir hafa marxíska og kaldhæðna sýn og eru á svipuðum slóðum og Foucault við að skoða hvernig valdablokkir búa til menningariðnað með stöðlum, miðstýringu og fjöldaframleiðslu, allt samt með gæðastimpli. Þróunin hefur leitt til fyrirsjáanleika og ofurvalds tæknibrellunnar að mati greinarhöfunda; menning er eitthvað sem við neytum orðið annars hugar og það er einhver sem græðir á því. Hægt er að ímynda sér eins konar víðtæka „skrá“ yfir það sem er leyft og bannað í menningariðnaðinum og að því sem fellur ekki að ríkjandi tjáningarmáta sé úthýst, stælingin (eftirlíkingin?) verði algild. Dregin er upp ansi dökk mynd af fjöldaframleiddri einhæfni, sem undirokaðaður lýður gleypir við mótþróalaust (sbr. Matrix). Listamönnum sem ekki dansa með er útskúfað úr bransanum (líkt og áðurnefndir Nietzche og Sade). Listin verður að vera áhættulaus fyrir fjárfesta, algjör „hittari“, metsölubók, eitthvað sem selst samkvæmt flæðiriti skrifborðs á 15. hæð.

Endalaust malar djassvélin

List og afþreying eru ósættanleg svið en þeim er þröngvað saman og spilla hvort öðru. Menningariðnaðurinn er afþreyingarbransi og stjórntæki í senn, makleg málagjöld illmennisins í bók eða á hvíta tjaldinu verða til þess að áhorfandinn sættir sig við eigin vélræna veruleika.  Menningariðnaðurinn svíkur neytandann í sífellu um ástina, kynlífið og hláturinn og gerir hann að mótstöðulausu viðfangi sínu í eilífri hringrás þar sem valdahlutföllin viðhaldast. Menningariðnaðurinn ráðskast með einstaklingseðlið, stælingin leysir mann undan því að að skapa sér sjálfsvitund og ósjálfrátt hallar maður sér að ríkjandi smekk. Listin verður að notadrjúgri vöru, hún rennur saman við auglýsinguna sem er runnin saman við menningariðnaðinn á merkingarlausu tungumáli vörumerkjanna (Brangelina?) þar sem hver étur upp eftir öðrum. Þannig samsamar neytandinn sig skilyrðislaust því valdi sem sífellt lumbrar á honum. Þetta er ögunarháttur eins og Foucault hefur lýst – en ansi skuggaleg heimsmynd fyrir þann sem gutlar grunlaus og hlýðinn í sínum litla menningarheimi.

Mannlýsing

Ég þekkti Hallgrím vel, og við vorum alltaf kunningjar, og hafði ég alltaf gaman að sjá hann og tala við hann. – Hann var að mörgu leyti merkilegur maður og öðruvísi en fólk er flest. Heldur var hann lítill vexti og grannholda, en svaraði sér heldur vel. Dálítið var hann tileygður og blindur á öðru auga frá æsku, hafði lítinn en fallegan hnakka, allmjög var hann útskeifur, en hnén mjög náin.

Úr Heimdraga II, 1965, bls. 71.

Skólastofa framtíðarinnar

Það er eiginlega alveg sama hvort maður slær inn retro classroom eða modern classroom í google, gamla uppröðunin með kennaraborði og töflu eða tjaldi á vegg kemur alltaf upp. En svo rakst ég á þessa auglýsingu: https://www.sysfurniture.com/index.php/2017/12/15/step-inside-modern-classroom-2/

Er þetta ekki framtíðin?

Loewenstein-Tangent-benches-2

 

 

Virkni, ábyrgð, áhugi og lýðræði í framhaldsskóla

 

screen-0

Í námskeiðinu Skólaþróunarverkefni KEN213F, við menntavísindasvið HÍ á vormisseri 2014, var öflugur hópur nemenda sem fjallaði um innleiðingu lýðræðislegra kennsluhátta í Menntaskólann í Kópavogi.

Lýðræði er einn af grunnþáttum menntunar skv. aðalnámskrá framhaldsskóla (2011) og er ætlað að auka virkni nemenda í námi með lýðræðislegum kennsluháttum. Skólaþróunarverkefni hópsins góða snýst um að innleiða lýðræði inn í allt skólastarf, kennsluefni, kennsluhætti og námsmat.

Markmiðin eru:

  • að nemendur taki virkari þátt í námi sínu
  • að kennarar nýti sér fjölbreytta kennsluhætti og námsmat og þrói lýðræðisleg vinnubrögð innan skólastofunnar
  • auka möguleika nemenda til að hafa áhrif á inntak og aðferðir náms og kennslu

Lesa má skýrsluna hér: Lýðræðislegir kennsluhættir

Höfundar:

Ásta Kristín Ingólfsdóttir, Haraldur Gunnarsson, Jón Björgvin Hilmarsson, Malla Rós Valgerðardóttir, Melkorka Edda Sigurgrímsdóttir, Steinunn Inga Óttarsdóttir og Sævar Þorleifsson

 

 

Kalt bað

Water surfaceKona þarf að setja sér markmið og ná þeim. Í sumar lét ég spana mig í að fara ofan í kaldan pott í sundlauginni á Þórshöfn (allt Gunnu systur að kenna sem lætur sér fátt fyrir brjósti brenna). Ég hélt ég gæti þetta ekki. Og það var óþægilegt og skrýtið en ekki eins slæmt og ég hélt. Svo ég setti mér markmið, að venjast því að fara í kalt bað, halda þetta út, láta hugann ekki hræða mig. Svo ég fór aftur og aftur, stutt og enn styttra, aftur og aftur. Ég er ekki farin að stunda klakaböð eða fara í sjóinn en ég komst að því að ég þoli vel miklu kaldara vatn en ég hélt. Nú læt ég renna úr garðslöngunni í pottinn á pallinum og dýfi mér þrisvar ofan í, upp að höku með hendurnar uppúr, tel upp að 20 minnst. Og það er sannarlega hressandi. Bæði að finna kalt vatnið fríska mann upp og ekki síður hitt að hafa sigrast á óttanum og náð markmiðinu. Takk Gunna!