Haustverkin

Algjört frelsi

Algjört ferðafrelsi

Nú er kominn tími til að ganga frá húsbílnum og gera hann kláran fyrir veturinn en hann mun standa í þurri og fínni skemmu á Suðurlandi þar til fer að vora á ný. Allt var þrifið og skúrað út úr dyrum í gær. Ég hafði lengi veika von um að hægt væri að fara eina haustferð í október er veðurútlitið er ekki bjart. Við fórum víða í sumar og ferðasagan mun birtast hér á síðunni innan skamms. Svimandi hátt olíuverð gerir reisu um Ísland álíka dýra og mánaðardvöl á sæmilegu hóteli á heita Spáni en að ferðast um okkar fagra land er bara svo miklu skemmtilegra.

Færðu inn athugasemd