Misjöfn örlög bóka

„Af þeim tvö þúsund eintökum sem prentuð voru af Sögu ástarinnar voru sum keypt og lesin, önnur voru keypt og ekki lesin, sum voru gefin, sum stóðu óhreyfð og dofnuðu í bókabúðagluggum og urðu lendingarstaður flugna, sum voru merkt með blýanti og dágóður slatti var sendur í endurvinnslu þar sem þau voru rifin í tætlur ásamt mörgum ólesnum bókum sem enginn vildi, þar sem setningar þeirra greindust í sundur og hökkuðust saman í blöðum vélarinnar. Standandi við gluggann sá Litvinoff eintökin tvö þúsund fyrir sér eins og jafn margar dúfur sem blökuðu vængjum sínum og snéru aftur til hans með upplýsingar um tárin sem hefðu fallið, hversu margir hefðu hlegið, hversu mikið hefði verið lesið upphátt, hversu margir hefðu lokað bókinn eftir skammarlega stuttan tíma, hversu margar hefðu aldrei verið opnaðar“ (bls. 76-77).

Ég er að lesa og skrifa ritdóm fyrir Mbl. um Sögu ástarinnar eftir Nicole Krauss

Færðu inn athugasemd