Bókmenntir

Mulningsbaka Nadiyu

half_a_pear_crumble_83241_16x9.jpgSá þessa í sjónvarpinu!

Flysja perur (hálf á mann) og skera í tvennt og hita í potti, í eplasafa eða rauðvíni í ca hálftíma með vanillu úr einni stöng

25 g smjör og  25 g hveiti og 25 g hrásykur og 100 grömm af múslí hrært saman

Veiða perur upp og setja í eldfast mót og nota safann í pottinum til að búa til sýróp með 150 g af hrásykri, hita rólega þar til það er orðið að karamellu

Setja marsipankúlu (eða eitthvað gott) í holurnar á perunum og klessa deiginu oná, inn í ofn í 20 mín.

Taka út, einn peruhelmingur á mann með ísskúlu og sýrópi.

 

 

 

 

Menning og vald

panoptioc

Hrottalegar tilviljanir

Jurgen Habermas (þýskur heimspekingur, f. 1929) tekur upp þráðinn í pælingum Foucaults um vald, sannleika og nútíma út frá hugmyndum Kants heitins. Hann byrjar á að harma sviplegan og hrottalega tilviljanakenndan dauða Foucaults en ýmsar sögusagnir ganga um banamein hans (ég datt ofan í þessa grein…). Það sem er svo heillandi við Foucault er hvernig hann skoðar mannkynssöguna í ljósi slíkra hrottalegra tilviljana og þess sem álitið var merkingarlaust og forgengilegt. Hann horfir t.d. ekki á frönsku byltinguna sem sögutákn eða fyrirmynd (Kant), heldur lítur til hinna sögulegu drifkrafta og hugsunar eða „vitsmunavilja“ sem hrundu henni af stað; eldmóðinn sem fjöldinn lét í ljósog hið bnnkynsinsnnar gem hrundu henni af stað, eldmann skoðar söguna, hendin og, hið gagnrýna afl sem knúði fram breytingar á hugsunarkerfi samtíma síns. Áður hafði hann einmitt litið á þennan vitsmunavilja sem birtingarhátt valds svo annað hvort er hann ósamkvæmur sjálfum sér, hefur skipt um skoðun eða er áþreifanlegt dæmi um að hægt sé að flækjast svona kyrfilega í orðræðunni.

Sársaukafull undrun

Annar þýskur heimspekingur, Theodore Adorno (d. 1969), gruflaði í hvernig í ósköpunum villimennska seinni heimstyrjaldarinnar gat átt sér stað í siðmenntaðri Evrópu. Vísindin áttu að hans mati snaran þátt í því, ekki síst nútímaheimspeki áðurnefnds Kants um hreina skynsemi þar sem bábiljum er úthýst og skuggahliðum tilverunnar afneitað.  Andstæðuparið kunnuglega, menning og náttúra, tengjast völdum og þekkingu, sjálfræði og drottnun, og sækir Adorno rök sín lengra aftur en Foucault, allt til grískra goðsagna sem hann túlkar á marxískan hátt um höfðingja og þræla (Hegel). Í framhaldi greinir Viðar Þorsteinsson díalektík náttúru og skynsemi í Antikristi (2009) eftir Lars von Trier (f. 1956) þannig að orðræða skynsemi, rökhyggju og vísinda tilheyra karlinum en villta náttúran konunni; lumma sem lengi var réttlæting fyrir kúgun kvenna og er orðin ansi þreytt. Ég settist við skjáinn með poppskálina en myndin var langdregin og drungaleg (upphafsatriðið er magnað), vaðandi í  klisjum og táknum og hryllilega ofbeldisfull. Túlkun Viðars gefur myndinni merkingu og vídd, skv. henni er andlegt ofbeldi í þerapíu karlsins klínískt, næstum sadískt og útreiknað (skynsemisboð, vísindi); líkamlegt ofbeldi sem hún beitir í örvæntingu er sömuleiðis yfirgengilegt (m.a. gelding) auk hinnar  grimmu og villtu náttúru skógarins sem myndar bakgrunninn en þar eru dauði og þjáningar daglegt brauð. Svo það er ekki von á góðu og poppið var ósnert þegar myndinni lauk.

Adorno tekur höfundarverk Nietzche og Sade markgreifa sem dæmi um hvernig hin kalda, hagnýta, reglufasta skynsemi (karlsins) er útfærð í sinni öfgafyllstu mynd þar sem samúðin er hreinlega fyrirlitin enda var þessum höfundum útskúfað í mannúðlegum menningarkreðsum. Hann  skýrir hvernig þessi hugmyndafræði sveipar skilningarvitin einfaldaðri þekkingafræði þar sem einungis rödd tæknivæddrar skynsemi fær að heyrast (sbr. vax í eyrum skipverja Ódysseifs). Í slíkum jarðvegi blómstra hugmyndir um fasisma, leiðogadýrkun og yfirburðahyggju sem leiða til sögulegra hörmunga sem menntamenn horfðu á forðum með „sársaukafullri undrun“ en við nútímamenn ættum að læra af.

Marxísk sýn

Í óvæginni grein Horkheimers og Adorno er talað um hvernig menningin steypir allt í sama mót einokunar og einsleitni, auðmagns, fjölföldunar og falskrar samsemdar. Félagarnir hafa marxíska og kaldhæðna sýn og eru á svipuðum slóðum og Foucault við að skoða hvernig valdablokkir búa til menningariðnað með stöðlum, miðstýringu og fjöldaframleiðslu, allt samt með gæðastimpli. Þróunin hefur leitt til fyrirsjáanleika og ofurvalds tæknibrellunnar að mati greinarhöfunda; menning er eitthvað sem við neytum orðið annars hugar og það er einhver sem græðir á því. Hægt er að ímynda sér eins konar víðtæka „skrá“ yfir það sem er leyft og bannað í menningariðnaðinum og að því sem fellur ekki að ríkjandi tjáningarmáta sé úthýst, stælingin (eftirlíkingin?) verði algild. Dregin er upp ansi dökk mynd af fjöldaframleiddri einhæfni, sem undirokaðaður lýður gleypir við mótþróalaust (sbr. Matrix). Listamönnum sem ekki dansa með er útskúfað úr bransanum (líkt og áðurnefndir Nietzche og Sade). Listin verður að vera áhættulaus fyrir fjárfesta, algjör „hittari“, metsölubók, eitthvað sem selst samkvæmt flæðiriti skrifborðs á 15. hæð.

Endalaust malar djassvélin

List og afþreying eru ósættanleg svið en þeim er þröngvað saman og spilla hvort öðru. Menningariðnaðurinn er afþreyingarbransi og stjórntæki í senn, makleg málagjöld illmennisins í bók eða á hvíta tjaldinu verða til þess að áhorfandinn sættir sig við eigin vélræna veruleika.  Menningariðnaðurinn svíkur neytandann í sífellu um ástina, kynlífið og hláturinn og gerir hann að mótstöðulausu viðfangi sínu í eilífri hringrás þar sem valdahlutföllin viðhaldast. Menningariðnaðurinn ráðskast með einstaklingseðlið, stælingin leysir mann undan því að að skapa sér sjálfsvitund og ósjálfrátt hallar maður sér að ríkjandi smekk. Listin verður að notadrjúgri vöru, hún rennur saman við auglýsinguna sem er runnin saman við menningariðnaðinn á merkingarlausu tungumáli vörumerkjanna (Brangelina?) þar sem hver étur upp eftir öðrum. Þannig samsamar neytandinn sig skilyrðislaust því valdi sem sífellt lumbrar á honum. Þetta er ögunarháttur eins og Foucault hefur lýst – en ansi skuggaleg heimsmynd fyrir þann sem gutlar grunlaus og hlýðinn í sínum litla menningarheimi.

Skólastofa framtíðarinnar

Það er eiginlega alveg sama hvort maður slær inn retro classroom eða modern classroom í google, gamla uppröðunin með kennaraborði og töflu eða tjaldi á vegg kemur alltaf upp. En svo rakst ég á þessa auglýsingu: https://www.sysfurniture.com/index.php/2017/12/15/step-inside-modern-classroom-2/

Er þetta ekki framtíðin?

Loewenstein-Tangent-benches-2

 

 

Brautskráning

64780874_379876379320777_613534888527659008_n (1)

Stoltir foreldrar fagna merkum áfanga. Inga lauk BA prófi í listfræði og mamman MA í hagnýtri menningarmiðlun. Þriðja meistaragráðan hennar, er þetta ekki orðið gott? Oddný G komin á blað og allir kátir. Veislan var haldin á heimili Haraldar og fjölskyldu og stóð langt inn í sumarnóttina.

Reynsla kynslóðanna

Benjamin

Í heimsstyrjöldinni upphófst fyrir sjónum okkar rás atburða sem ekkert lát hefur orðið á. Fór nokkuð á milli mála að menn sneru þöglir heim frá vígvellinum, ekki ríkari heldur fátækari að reynslu sem deila mátti með öðrum? Það sem helltist yfir okkur í stríðsbókaflóðinu tíu árum seinna var allt annað en reynsla sem munnur mælir við munn. Og það var ekkert skrýtið. Því aldrei hafa lærdómar reynslunnar verið hraktir jafnkirfilega og þegar reynslu af hefðbundinni hernaðartækni  var svarað með skotgrafarhernaði, efnahgslegri reynslu með verðbólgu, líkamlegri reynslu með vélvæddum hernaði, siðferðilegri reynslu með valdi ráðamanna. Kynslóð sem fór ennþá í skólann í sporvagni dregnum af hestum stóð nú undir berum himni á landi þar sem allt hafði breyst nema skýin, og undir þeim – á orkusviði eyðingarstrauma og sprenginga – agnarsmár, brothættur mannlíkaminn.

Walter Benjamin, 1892-1940, var þýskur heimspekingur og bókmenntagagnrýnandi. Hann flúði undan nasistum í seinna stríði og tók loks sitt eigið líf frekar en lenda í klóm þeirra. Leikritaskáldið Bertholt Brecht (1898-1956) orti þegar hann frétti lát Benjamins (einhver þýddi á ensku):

(for Walter Benjamin)

I am told that you raised your hand against yourself
Anticipating the butcher.
After eight years of exile, observing the rise of the enemy
Then at last, brought up against an impassable frontier
You passed, they say, a passable one.

Empires collapse. Gang leaders
are strutting about like statesmen. The peoples
Can no longer be seen under all those armaments.

So the future lies in darkness and the forces of right
Are weak. All this was plain to you
When you destroyed a torturable body.

Viska Guðrúnar

Guðrún HelgadóttirÉg man eftir sólskinsdegi austur í Landeyjum. Ég var sex ára og sat á hól sem þakinn var blómstrandi sóleyjum. Það gerðist ekkert. Þetta vara bara svo ótrúlega fallegt. Ég finn ennþá lyktina upp úr jörðinni og mér þótti svo gott að vera til. Það er of lítið gert af því að varðveita þessa hreinu skynjun barna. Þessi í stað er listræn skynjun þeirra drepin og þau gerð að arðbærum vinnuþrælum. Ég skrifa barnabækur. Kannski af því að mér hefur ekki tekist að deyða í mér næmi barnsins.

Líf án listar er ekkert líf. Engin bók verður til án höfundar, og við erum öll höfundar að stærsta ævintýrinu, lífinu sjálfu. Það má ekki gera fólk að ófrjóum þiggjendum. Væri það ekki hræðilegt? Getum við skipst á nokkru, ef við eigum öll það sama?

Börn þurfa sögur og sögur þurfa börn. List er ekki lúxus heldur lífsnauðsyn hverri manneskju og hverri þjóð. Ef Íslendingar hættu að skrifa bækur og lesa bækur týndu þeir þjóðerni sínu.

List er þýðingarmeiri en stjórnmál. Og ég verð að skrifa góða bók áður en ég dey.

Guðrún Helgadóttir, Stríð og söngur, 1985

Mynd: althingi.is