Bölsýni

Er það nú að koma á daginn sem ég hef lengi óttast, að seilst verði í eignir lífeyrissjóðanna?  Er það ekki rétt skilið hjá mér að eignir lífeyrissjóðanna eru sparifé almennings, það sem dregið hefur verið af launum fólks til að leggja fyrir til elliáranna? Eyrir fyrir lífið? Styðja við sjúka og aldraða? Búa heldri borgurum áhyggjulaust ævikvöld? Að vísu hef ég heyrt að einhverjir séu að gambla ábyrgðarlaust með þessa peninga bæði hér og í útlöndum og hafi jafnvel grætt eitthvað smá. En gróðabissnessinn er hverfull og það á ekki að taka áhættufé af lifibrauðinu.

Einhvern veginn hef ég lengi haft á tilfinningunni að þegar kemur að mér að fá lífeyrinn minn eftir áratugalanga þjónustu og farsælt ævistarf, þá verði peningarnir búnir.

Verð ég fátæk gömul kona?

Þarf ég að betla í ellinni?

1 athugasemd

Færðu inn athugasemd