Það er hasar víða

Hans Walther Kleinmann, einn hinna miklu kenningaeðlisfræðinga  nútímans, var að drukkna í baðkarinu sínu. Ókunnugur maður með langa, vöðvstælta handleggi hélt öxlum hans niðri við postulínsbotn karsins… Svona byrjar Síðasta uppgötvun Einsteins eftir Mark Alpert, sem ég held að heiti Final Theory á frummálinu eins og á enskum vefsíðum en ekki The Theory of Everything eins og stendur á saurblaði bókarinnar í íslenskri þýðingu. En byrjunin lofar góðu, strax kominn FBI-hasar, byssur og læti. Þetta er sama formúlan og Dan Brown notaði forðum og gafst afar vel (am.k. fyrir bankareikninginn hans), fræðilegum staðreyndum pakkað í alþýðleg samtöl og svo er endalaus flótti, spenna og slagsmál, allt til varnar mannkyninu. En ég er með öðru auganu að horfa á pólitíkusana í sjónvarpinu  „slá skjaldborg um hagsmuni þjóðarinnar“ í þessum mikla „brimskafli“… svo mér gengur hægt að skrifa ritdóm um bókina.

Snillingur eða bölvaldur?

Snillingur eða bölvaldur?

 

 

 

 

 

 

 

 

1 athugasemd

  1. …enginn þeirra hefur migið í saltan sjó en allir eru tilbúnir að slá um sig með sjómannalíkingum. Megi vöðvastæltir handleggir halda höfðum þeirra alla sem dýpst ofan í baðkari… eða brimskafli.

Færðu inn athugasemd