Franskur rithöfundur, Jean-Marie Gustave Le Clezio, var sæmdur bókmenntaverðlaunum Nóbels í dag. Þau nema 10 milljónum sænskra króna (£820,810). Le Clézio, sem er 68 ára (en ótrúlega unglegur) hefur sent frá sér um 30 bækur, smásögur, skáldsögur, þýðingar, ritgerðir og greinasöfn. Hann býr víst í Nýju Mexikó og hefur skrifað einhverjar ferðabækur. Ég hef aldrei lesið bók eftir þennan mann, hvað þá heyrt á hann minnst. Nú þarf að bæta úr fáfræðinni, kannski maður rifji upp menntaskólafrönskuna. Á einhver Linguaphone? Og best að hlusta á Víðsjá í dag.
