Jákvæðni

Ég vona að jákvæðar breytingar verði hér á landi og í heiminum öllum í kjölfar kreppunnar. Að efnis- og neysluhyggjan fjari út og inn komi önnur gildi, manneskjuleg og fjölskylduvæn. Að mennta-, heilbrigðis- og velferðarkerfi blómstri og áhersla verði lögð á að skila góðum og heilbrigðum þegnum út í samfélagið. Að öllu fólki líði vel og komi vel saman burtséð frá stétt og stöðu, trú eða þjóðerni. Að við áttum okkur á því hvað heilsan er dýrmæt og fjölskyldu- og vinabönd mikilvæg. Að gömul gildi verði aftur höfð í heiðri. Að samlíðan með öllu sem lífsanda dregur breiðist út. Að samvinna komi í stað samkeppni, nýjar hugmyndir fæðist, menn horfi inn á við, taki til í sálarkirnunum og finni hjarta sitt slá í takt við alheiminn. Þá er þetta kreppufargan ekki til einskis.

1 athugasemd

Færðu inn athugasemd