Nú líður að árshátíð Átthagafélags Þórshafnar og nágrennis sem oft er nefnd „Sláturhúsballið“ manna á meðal. Stuðið verður annað kvöld og hefst með fordrykk kl. 19. Miðasala hefur gengið vel að sögn fulltrúa skemmtinefndar og verður mikið um dýrðir eins og vanalega. Þriggja rétta kvöldverður og flott hljómsveit. Hápunktur kvöldsins er jafnan hátíðarræðan og fréttapistill frá Þórshöfn sem Heiðrún Óladóttir sér um síðan Jóna Þorsteins flutti. Þá er veglegt happdrætti og ýmis skemmtiatriði. En skemmtilegast er þó að hitta gamla Þórshafnarbúa og nærsveitunga. Þetta er sautjánda skiptið sem þessi samkoma er haldin og alltaf mæta um og yfir 100 manns. Það sýnir vel samstöðuna sem ríkir meðal brottfluttra Þórshafnarbúa, stoltið af upprunanum leynir sér ekki.

Spurning vikunnar er því: Blá eða hvít skyrta?
Bið að heilsa.
Þetta er svona jólakortamynd 😉
Bannað að vera þunnur í byltingunni á morgun!
Heimildir mínar herma að þú hafir sjálf flutt þarna hátíðarræðu eina mikla. Þá spyr ég: Er einhver möguleiki á að fá ræðuna atarna?