Bylting

Hvernig er hægt að bjóða fólki upp á það sem lausn að fá að „leigja“ húsið sitt áfram eftir að maður er kominn með húsnæðislán í greiðsluþrot? Hvernig er hægt að láta viðgangast að fólk skuldi í árslok heilum árslaunum meira í húsnæðinu þótt það hafi borgað af því í hverjum mánuði? Hví líta stjórnvöld á vísitölu og verðtryggingu sem náttúrulögmál? Er ríkisstjórnin ekki núna orðin leppstjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins? Svei mér þá, ég held ég vilji kosningar eftir allt saman- nei, byltingu!

4 athugasemdir

  1. Sanngirni og réttlæti eru ekki efst á baugi hjá stjórnvöldum svo mikið er víst, en alveg sama hvernig þetta fer, við, almenningur, borgum þessa kreppu hvernig sem allt veltist. Það á að lækka okkur í launum, hækka lánin okkar af húsum og bílum, hækka matarverð og draga úr opinberri þjónustu…..hvar eru verðbréfadrengirnir, lagasmiðir fjármálalaga, fjármálaeftirlitið og bankastjórar Seðlabanka Íslands ? Viljum við ekki fara að sjá verðtryggingu afnemda þó ekki væri meira í bili………Er gott að skipta um hest í miðri á og æða til kosninga ? ég held ekki, leyfum þeim að hreinsa upp eftir sig og verum dugleg að mótmæla og krefjast sanngjarnra og réttlátra aðgerða…..og hana nú … ég er stolt af því að skila auðu í síðustu kosningum 🙂

  2. Allar forsendur samfélagslegs sáttmála, ef það er þá til slíkur hlutur, eru brostnar. Á meðan samið er við auðmenn og eignum komið undan hér og þar þá er ætlast til þess að almenningur blæði.

    Og á meðan stendur heilög Jóhanna vörð um hvað? Jú, verðtrygginguna.

  3. Meðan allt er í óvissu eru klækjarefir að víla og díla um eignir og fyrirtæki útum allan bæ. Ríkið yfirtekur skuldir en eignamenn hrifsa til sín það sem má koma í verð. Þetta er allt í tómu fokki, spilling og græðgi ráða hér ríkjum.

  4. Kreppa er ekki kreppa hjá öllum. T.d. má skoða hvað varð um öll verðmæti í Bandaríkjunum upp úr 1929. Heimsveldi urðu til. Almenningur blæddi náttúrulega. Þetta er kapítalisminn fyrir ykkur.

Færðu inn athugasemd