Konur eftir Steinar Braga

Steinar Bragi

Steinar Bragi

„… Hún át töflurnar kvöldið áður, sólarhring áður en komið var að henni. Og það hefur gerst að konum tekst að drepa sig, sjáðu til. En þetta er auðvitað rétt hjá þér, okkur er yfirleitt ekki treyst til að drepa okkur almennilega, ekki einu sinni það.“ Hún brosti. „Við étum töflurnar, hringjum grenjandi í kærasta sem hringir í lækni til að pumpa upp úr okkur. Við erum kynið sem vill björgun, ekki dauða. Grenjum svo á geðdeild í nokkra mánuði, tökum okkur saman í andlitinu, látum barna okkur og höldum að allt verði betra, en deyjum í staðinn hægt og bítandi í Smáralindinni með feitu, freku krökkunum okkar og nöldrandi karlinum, sem er eins og stórt barn eða þá nægilega sjálfstæður til að yfirgefa okkur fyrir yngri konu. Ég segi svona…“ (83-84)

Flott bók hjá Steinari Braga. Dularfull og miskunnarlaus hryllingssaga. Hér er konan bókstaflega lokuð inni, býr við allsnægtir en er misþyrmt andlega og líkamlega. Tímabært að staða kvenna sé krufin svona hressilega. Spurningar vakna um mörk og eðli lista, þjáningar og firringar. Í bókinni segir furðufuglinn og listamaðurinn Novak eitthvað á þá leið að fyrir hverja konu sem kemst til valda eða áhrifa í samfélaginu séu gerðar þúsund klámmyndir þar sem konan er sett aftur á sinn stað: valdalaus, undirgefin og niðurlægð. Alveg magnað!

Sjá grein eftir kallinn.

1 athugasemd

Færðu inn athugasemd