Þá eru það tilnefningar til bókmenntaverðlaunanna, í 19. sinn. Bókaútgefendur borga hver öðrum og verðlauna svo hver annan eða sjálfa sig, ansi sniðugt. Af þeim sem eru tilnefndar í ár hef ég lesið Rán eftir Álfrúnu Gunnlaugs (ritdómur á leiðinni í mbl.). Mjög vandlega byggð saga, vel stíluð, gott drama en lítið um samtöl eða djúpa karaktera, fann td aldrei neina samkennd með Rán, konu á gamals aldri sem ráfar um Barselónu í leit að sjálfri sér. Ég hlakka til að lesa Rökkurbýsnir, sú bók hljómar vel. Það er smá kafli um Þórshöfn og nágrannaplássin í bók Óskars Árna, Skuggamyndir úr ferðalagi, sem ég gluggaði í þegar ég var í Eymundsson um daginn. Hún er fallega skrifuð og eiguleg.