Ég var í smá viðtali í Kiljunni í gær. Mætti í förðun fyrst og var eins og filmstjarna frá 9. áratugnum. Förðunin tók hálftíma en viðtalið hálfa mínútu. Bunaði einhverju út úr mér og þegar ég kom út sá ég að ég hafði ekki sagt það mikilvægasta sem ég hafði verið búin að æfa mig í fyrir framan spegilinn… Vona að ég verði ekki klippt út.
vúhú! nú missi ég ekki af næsta þætti…reyni allavega að halda mér vakandi svo ég sjái þig sjónvarpsfarðaða 🙂