Sigga min á afmæli í dag. Hún er mikil heimskona og ævintýragepill og setur lit á tilveruna.
Það styttist í jólin. Hér eru jólakortin í ströngu hönnunarferli og nokkrar jólagjafir hafa verið keyptar (búnar til – not). Búið að kveikja á kertum og fá sér púrtvín, þetta er allt að koma. Annað kvöld verður ýsa með hömsum og á föstudaginn er súpa og kósíheit með vinkonum, svona á þetta að vera.
Af hverju gera jólin ALDREI boð á undan sér?!
Hvað er jólalegra en ýsa með hömsum, ég bara spyr…