Ég er svo heppin, ég á svo skemmtilega ættingja og frændsystkini í báðar ættir. Við frændsystkin í föðurætt hittumst í boði hjá Bergþóru milli hátíðanna og skemmtum okkur konunglega. Allir mættir nema Palli frændi. Í geiminu kom skýrt fram að á facebook („Facebook hjálpar þér að tengjast fólkinu í lífi þínu“) er aðalstuðið og allt að gerast, þar eru víst myndir úr boðinu. Kannski maður skrái sig… Gott sketsið um facebook í áramótaskaupinu!
Já sæll ! og Jólin og Árið ! Ekki verður síðra í jólaboðinu hjá Læknesstaðaslektinu spái ég. Það er rétt þú er SVO lummó að vera ekki á Andlitsbókinni.. en flott blogg hjá þér frænka.