„Borið saman við bækur með lesmáli og sðgum eru stílabækur nytsamir sakleysingjar sem leyfa öðrum ýmist að nota eða misnota sig“ (72).
Guðbergur er síungur og ferskur, klikkar ekki. Skólakerfið er tekið í gegn af ískaldri hæðni og fjallað um skáldskap, sköpunargáfu og ímyndunarafl. Skólinn forheimskar krakkana í tossabekk A og neitar þeim um kennslu og lærdóm. Sagan er að vísu doldið þvælin og fantasían tjúlluð; fljúgandi (kulnaðir) kennarar, draugar og framtíðarandar; en fáránlegur húmorinn er algjörlega að hætti Guðbergs, alþjóðaþing tossa í Kanada, kúkalykt í bekknum og kona með skott! Frábær bók! Endalausar gullvægar setningar, snilldarkaflar og speki!
„Bækurnar nutu lífsins úti i garði og fannst gaman þegar vindurinn fletti blöðunum. Það var skemmtilegra en að krakkar væru að klóra í þær með blýanti. Þær létu feykja sér til og frá og hlustuðu ekki á hróp skólastjórans sem hét þeim fagurri forskrift, enda vissu þær að þótt þær fengju hana væri hún ekki eftirsóknarverð og enn síður það að einhver krafsaði í þær, kannski slefandi vegna þess að sumir halda að betur gangi að krota ef tungubroddurinn er látinn lafa út um annað munnvikið…“ (78).
