Þegar ég lít yfir árið 2008 stendur upp úr ferðalagið okkar um landið í húsbílnum í sumar, ekki síst hið mikla afrek að hafa staulast yfir Fimmvörðuháls (frá Skógarfossi yfir í Þórsmörk) á björtum júlídegi. Þetta er 22 km ganga og fyrsti hluti leiðarinnar er sagður ein fegursta gönguleið í heimi en farið er framhjá mörgum fögrum fossum. Heiðar Ingi stjórnaði leiðangrinum enda í fantaformi. Við vorum um 9 klst. að paufast þetta og vorum örþreytt en alsæl þegar við komum í Mörkina. Meiri háttar þrekraun!

Heiðar blæs ekki úr nös
Hvar voru þessir fínu stafir í gær?
Gleymdi einu.
Þú ert ótrúlega dugleg!
Sko mína, – svoooo dugleg 🙂
Algjör hetja og göngugarpur