Sólskinsdrengurinn

Ég fór í bíó í gær að sjá Sólskinsdrenginn, frábæra heimildarmynd Friðriks Þórs og Óttars Vignissonar… Myndin er stórskemmtileg, hjartnæm og persónuleg, stórskemmtilegir karakterar, furðulegir prófessorar, einhverfur húmor, tilfinningaskalinn allur undir. Dr. Soma er pínulítil indversk kona sem eignaðist einhverfan son og hefur á undraverðan og furðu einfaldan hátt hjálpað börnum að komast út úr einangrun einhverfunnar. Húm hefur þróað svokallaða hraðhvatameðferð og Keli litli, sólskinsdrengurinn hennar mömmu sinnar, fær loksins rétta meðhöndlun og kraftaverkin gerast. Algjört must-see!

3 athugasemdir

  1. Ef Óttar var með lúkurnar í þessu þá auðvitað horfir maður á þetta! Ég myndi horfa á króatísk- belgíska heimildarmynd um rannsóknir á þörmum pokadýra ef Óttar kæmi nálægt slíkri mynd!

  2. Já, langar til að sjá hana, hún er líka að fá fína dóma. Hefði getað farið með þér á hana en var of sein að lesa bloggið…

Skildu eftir svar við Steinunn Hætta við svar