Án titils

Í blöðunum okkar
sem við lesum daglega
er nú varla nema um tvennt að velja:
vitleysu eða óþverra.

Brátt rennur upp nýtt árþúsund.
– Að líkindum hið síðasta.
Óþverrinn hrannast upp hvarvetna.

Við því mun og þurfa að búast
að vitleysan ómenguð
nái þá fullum undirtökum
á blöðunum okkar

sem við hljótum að sönnu
halda áfram að lesa
ótrauð hvern dag
sem Guð kann
að hafa ætlað þeim aldur.

(Sigfús Daðason, Og hugleiða steina, 1997)

Færðu inn athugasemd