Í blöðunum okkar
sem við lesum daglega
er nú varla nema um tvennt að velja:
vitleysu eða óþverra.
Brátt rennur upp nýtt árþúsund.
– Að líkindum hið síðasta.
Óþverrinn hrannast upp hvarvetna.
Við því mun og þurfa að búast
að vitleysan ómenguð
nái þá fullum undirtökum
á blöðunum okkar
sem við hljótum að sönnu
halda áfram að lesa
ótrauð hvern dag
sem Guð kann
að hafa ætlað þeim aldur.
(Sigfús Daðason, Og hugleiða steina, 1997)