
Til hamingju með bóndadaginn, elskan!
Á bóndadegi er miður vetur. Veturinn er hálfnaður! Þorri er fjórði mánuður ársins í gamla norræna tímatalinu. Þorri hefst í þrettándu viku vetrar (18.-24. janúar) miðað við Gregoríanska tímatalið) og alltaf á föstudegi. Fyrsti dagur þorra er nefndur bóndadagur en þann dag var sú hefð að bóndinn hoppaði í kringum bæinn á nærhaldinu einu fata. Einnig var hefð að húsmóðirin færi út kvöldið áður og byði þorranum inn í bæ. Síðasti dagur þorra er nefndur þorraþræll. Þorri er nefndur í heimildum frá miðöldum sem persónugervingur vetrarins og þar er einnig minnst á þorrablót, en ekki er vitað um hvað þau snerust. Þorrablót eru svo tekin upp sem veislur „að fornum sið“ undir lok 19. aldar.
Og hvernig gladdirðu bóndann? Með gallsúrum lundaböggum og tilbehör?
Dró hann á Holtið. Bleikja með döðlum og beikoni, dádýrasteik og volg karamellukaka með ís. Nú er bara að bíða konudagsins…
Vá, erfitt að toppa það, þú átt líklega von á þyrluferð sem endar á Grillinu…
Við erum alveg að missa okkur á þessum bóndadögum, þeir eiga að hoppa berir kringum bæinn á öðrum fæti…sem er auðvitað mesta skemmtun fyrir okkur á að horfa, – en hvað gerum við, – stjönum meira við þá en hina dagana…… Hlakka til að heyra með konudaginn hvernig hann er tilkominn,,,