Ofsi

Svo féllu húsin og þeir sem inni voru grófust undir og ekki fleira fólks von út úr brakinu. Þarna lá brúðguminn Hallur dauður eða samasem á hlaðinu og við Ásgrímur Þorsteinsson og fleiri brugðum snöru utan um lappirnar á honum og hengdum aftan í hest sem við settum foringjann Eyjólf uppá og svo dró hann Hall í blóðtaumi í svaðinu í kringum húsin að hætti hinna hraustu og sigursælu forfeðra vorra, þegar menn voru menn (168).

Mjög flott bók, Einar Kárason er hér einskonar skrifari. Skemmtileg skipting í sjónarhorni, flottar mannlýsingar, fallegur stíll, samúð og mannskilningur. En ætli hafi ekki verið erfitt fyrir bókmenntaverðlaunanefndina að gera upp á milli Ofsa og Rökkurbýsna?

2 athugasemdir

  1. Nei, ég held að það hafi ekki reynst nefndinni mjög erfitt að gera upp á milli þessara tveggja bóka. A.m.k. átti ég ekki í nokkrum vandræðum með það.

Færðu inn athugasemd