Framtíðin

Nú stefnir í að alls verði 20.000 manns atvinnulausir á landinu í kjölfar kreppunnar. Ríkið ætlar að skera niður og draga úr allri þjónustu, t.d. var í fréttablaðinu í morgun að það á að fækka í löggunni. Stórt vændismál er í sigtinu, fíkniefnaneysla og glæpir aukast samhliða atvinnuleysi, samdrætti og þrengingum á heimilum landsmanna. Hvað verður um okkar unga fólk? Dæmi eru til um að foreldrar hafi ekki ráð á heitum skólamáltíðum og neyðist jafnvel til að taka börn af leikskólum til að spara sér gjöldin.  Í gær sat ég í 6 manna góðum vinahópi úr HÍ; maki eins fékk uppsagnarbréf 1. febrúar, tveir búast við bréfi á hverri stundu, tveir eru ríkisstarfsmenn og einn lét ekkert uppi. Ég bíð spennt eftir ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar um framtíð okkar.

2 athugasemdir

  1. Ríkisstarfsmenn þessir hafa ekki riðið feitum hesti undanfarin ár hvað launakjör varðar en búa við þokkalegt atvinnuöryggi og góðan lífeyrissjóð. En yfirvinna þeirra verður væntanlegt skert og skorin niður á næstu mánuðum og strípaður ríkistaxti er ekki feitur heldur. Og hvað verður um lífeyrissjóðinn? Við erum öll í vondum málum.

Færðu inn athugasemd