Rólegheit

Hjá mér verða mestmegnis rólegheit um helgina, Arwen kemur í heimsókn svo ég á ekki von á að fá mikla athygli frá karlinum. Löng gönguferð er á dagskrá og eitthvað gott að borða að henni lokinni. Vonandi líta vinir og ættingjar inn og vonandi drullast ég í ræktina. Svo er skemmtileg ráðstefna um Jörund hundadagakonung hjá Félagi um 18. aldar fræði á laugardaginn. Á mánudag og þriðjudag er vetrarfrí, þá ætla ég á snyrtistofu, búðarráp, heimsóknir og kaffihús , lesa góðar bækur og gleyma bæði sorgum og kreppu í bili.

Inga í loftköstum

Inga í loftköstum

1 athugasemd

Færðu inn athugasemd