Gengið á Helgafell

Hressandi fjallganga

Helgafell í Hfj.

Nú er meiningin að halda sér sprækum á árinu með útivist og góðri hreyfingu. Fyrsta fjallganga ársins var á sunnudaginn, á Helgafell við Kaldársel í Hafnarfjarðarlandi (293 mys). Frænkur mínar, Unnur og Oddný, gengu með mér, báðar alræmdar fjallageitur. Ganga á Helgafell er 5,6 kílómetrar skv. göngumælinum sem ég fékk í jólagjöf frá Brynjari, tekur ca. einn og hálfan til tvo klukkutíma og er þægilegur sunnudagsrúntur á troðnum stíg með góðu útsýni. Á eftir var bollukaffi hjá Þuru systur, ekki amalegt.

Færðu inn athugasemd