Meðan maður japlar á ólseigum lambaskanka sem fékkst á útsölu í Krónunni, útslitinn og pískaður, í langþráðu páskafríi (sem er rammíhaldssamri þjóðkirkju að þakka, hei, það er kannski sparnaðarhugmynd, að skera niður helgidagana ?)… samanherptur af áhyggjum, sligaður af vaxtabulli og stjórnmálakjaftæði, þá kemur nýtt svindl fram í fjölmiðlum á hverjum degi, mútur og spilling, – sem „btw“ ewnginn ber ábyrgð á. Og borgarfundir á rúv þar sem frasarnir um bjargráð fyrir heimili og atvinnulíf vella fram, Jesús Pétur Jósefsson… Er það furða þótt maður hafi enga trú á pólitíkusum lengur?