Menn sem hata konur – bíómyndin

Lisbeth SalanderÉg fór í fimmbíó og myndin var búin rétt fyrir átta (hún er tæpar 150 mín.). Þetta er ansi góð bíómynd, flottar senur, smekkleg birta og klippingar, dramatísk notkun á t.d. gömlum ljósmyndum sem eru haglega notaðar í myndinni, og fín tónlist. Sænskan er ótrúlega krúttlegt mál og gaman að hlusta á hana. Það er auðvitað ekki hægt að hafa allt úr bókinni með í myndinni, t.d. fær Erica Berger, sem er mikilvægur hluti af lífi Mikaels og mjög skemmtileg persóna, ekkert pláss í þessari mynd. Mikael Nyquist, þekktur leikari i Svíþjóð, leikur nafna sinn Blomquist og er doldið eldri en ég bjóst við (49), ég hafði séð hann fyrir mér aðeins yngri og fríðari, en Nyquist er mikill sjarmör, ekki spurning. Lisbeth Salander er bara flott, vel leikin af Noomi Rapace og ein áhugaverðasta kvenpersóna sem sést hefur lengi í bókmenntum. Ég varð strax sátt við hana sem Lisbeth. Leikstjóri er Niels Arden Oplev sem m.a. leikstýrði dönsku öndvegisþáttunum Örnen, Rejseholdet og Taxa. Myndin er hörkuspennandi og persónurnar verða manni hjartfólgnar, sérstaklega Lisbeth en þó þarf að varast í framhaldinu að gera hana grínaktuga. En hvernig á maður að geta beðið eftir næstu 2 myndum? Mér skilst að þær verði ekki sýndar í bíó heldur aðeins í sænska sjónvarpinu og dreift á dvd. Ég er ekki alveg búin með þriðju og síðustu bókina en það stefnir í svaðalegt uppgjör.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s