Inglourious Basterds (Tarantino) er hörkuspennandi, þrælfyndin, blóðug og ofbeldisfull. Fullt sem kemur á óvart, engar klisjur nema til að gera grín að þeim. Hópur morðingja gerir út á að drepa nasista og safna höfuðleðrum þeirra. Stóra planið er að drepa allt herforingjaráðið og Hitler líka. Hrikalegur suðurríkjahreimur hjá Brad Pitt orkar etv. tvímælis og líka ýktur ofurtöffarasvipurinn sem er á honum allan tímann og leikstjórinn hefur efalaust fyrirskipað. En Pitt missir aldrei kúlið. Christopher Waltz (sem hefur oft leikið þýska hermenn og njósnara, m.a. í Bond) leikur Hans Landa, stormsveitarmann og Gyðingaveiðara. Hann sýnir snilldartakta, algjör stórleikur hjá manninum. Aðrir leikarar skila sínu líka mjög vel, gaman að sjá þýska og franska leikara sem maður hefur ekki séð oft áður. Skemmtilegar tökur og töfrandi senur, frábær samtöl og drama, allt flott í þessari mynd.
Ég held þetta sé besta mynd sem ég hef séð og er þá mikið sagt. Christopher Waltz á að fá Óskarsverðlaun og hvaðeina fyrir, ásamt Tarantino, að búa til eitt mest sannfærandi illmenni hvítatjaldsins. Samtölin voru hvert fyrir sig meistaraverk. Kökuatriðið? Spilaatriðið? Þetta er allt saman ódauðleg snilld, hvar sem stigið er niður fæti.
Sjöhundruð stjörnur /****
ja hérna….er þetta í bíói núna eða ???!
Þetta er í bíó núna, hvað er í bíó á Selfossi?
Á Selfossi…….Inglourious Basterds 🙂 Ég er nú ekki alveg í útnára !!!