Ef til væri lyf sem virkjaði allar heilastöðvarnar (en fæstar eru í brúki dagsdaglega hjá venjulegu fólki), tryggði manni ótrúlega hæfileika, gerði mann eldkláran, hugmyndaríkan, ötulan og útsjónarsaman en bæri í sér feigð og sjúkdóma ef töku þess væri hætt, myndi maður taka það? Í Limitless segir frá glötuðum gaur (Bradley Cooper) sem kemst yfir slíkt lyf, tekur það inn og allt snýst honum í hag. En þetta er hættuspil, fleiri vilja komast í pillurnar með öllum ráðum og ofbeldið er gengdarlaust. Alltaf er gaman að sjá DeNiro og Cooper er algjört augnayndi. Hörkuspennandi mynd en handritið er stundum doldið furðulegt.