Akureyri

Páskar 2012

Páskarnir voru haldnir hátíðlegir á Akureyri, þeim fagra bæ, að þessu sinni. Þar var ég í tómri gleði og veislum hjá vinum og vandamönnum. Hápunktur ferðarinnar var fjallganga með Heiðari og Signe, fræknum fjallageitum. Við gengum á Súlur (1213 mys), það gekk glimrandi vel þótt síðasti spölurinn hafi verið erfiður og ansi svalt á toppnum.