Skrattans móðurinn

Lágmynd

Ég var í Kóngsins Kaupmannahöfn, dagana 10.-14. september. Mér fer að mörgu leyti líkt og Tómasi Sæmundssyni forðum en hann skrifar Jónasi svo:

Kaupmannahöfn, 30. sept. 1827

„…Hér er að mörgu gaman, ef maður hefur nóga peninga til að nota sér það, en ekki get ég fundið smekk í því sem fólk hefir sér hér til lystisemda. Mest fær á mig hljóðfærasöngurinn, og að heyra hann undir eikigreinunum, sem yfirskyggja á allar síður, gerir mann næstum frá sér numinn fyrst í stað. Alt getur maður haft hér, sem upphugsað verður, með peningum, og séu þeir (til), takmarkar ekkert manns frjálsræði nema flugurnar og flærnar, sem hvorki gefa um kopar né seðla. Fólkið hérna er fjarskalega glaðlynt og þægilegt og strax til reiðu með alls kyns þénustu, en alt verður að kosta peninga. Verst af öllu kann ég við skrattans móðinn og get ég aldrei liðið sjálfan mig, þegar ég lít utan á mig…“

Bréf Tómasar Sæmundssonar, 1907:19

2 athugasemdir

Skildu eftir svar við steinunninga Hætta við svar