Við Þura systir fórum saman á ráðstefnu. Við vorum saman í herbergi á Hotel Centrum og skemmtum okkur mjög vel. Ráðstefnan fór vel fram. Þess utan fórum við á alla dæmigerðu staðina, s.s. H&M, Hviids, Café Europa, Café Norden, Riz Raz, restaurant Bali og La Piccatio og þræddum líka gömul, þröng stræti þar sem andi fortíðar lék um hvern rennustein. Ég gæti alveg hugsað mér að vera búsett í Köben, Danir eru svo skemmtilegir. Og sjáið öll hjólin í baksýn! Frábært!

Mér þykir Kaupmannahöfn skítug og ég held að danska þjóðin eigi að hringja í Guðmund Tyrfingsson. En það er hinsvegar gott að fara í Tívolí.
Mig langaði líka að benda þér á að heimsbókmenntirnar eru á útsölu í Eymundsson. Ég keypti nokkrar af þeim stærstu á 600 kall, reyndar á ensku… svolítið ankaralegt að lesa Tolstoj á ensku… sérstaklega í ljósi þess hvað við eigum góðar þýðingar úr Rússnesku.
Svo enn eitt; einn af mínum uppáhalds er Richard P. Feynman. Hann var kjarnorkusprengjuvísindamaður, frjálshugi og hvaðeina. Hann var þónokkuð í Brasilíu og var meðal annars fenginn til að taka út menntakerfið þar. Sama ástand ríkti í Brasilíu fyrir 50 árum og ríkir á Íslandi í dag. Skiptir ekki máli hvað þú skilur, bara að þú munir það á prófi.
Hann sat einnig í nefndum varðandi eðlisfræðimenntun í Bandaríkjunum og var Vinstri Grænn þannig að enginn þoldi hann. En líkt og hagkerfi Íslands eftir virkjun þá fór allt í rugl í Bandarísku menntakerfi. Singapore og Taiwan og allt það fór fram úr Bandaríkjunum í raungreinamenntun. Bara ef þeir hefðu hlustað á Stein… á Richard! En endilega lestu t.d. Surely You’re Joking Mr. Feynman, sem er ein allra besta ævisaga sem ég hef lesið (ég hef ábyggilega lesið svona tvær).
Hvað er að gerast!?
Mín bara farin að blogga eins og ég veit ekki hvað!
Frábært!
Bestu pennarnir eiga vitanlega að leyfa okkur hinum að njóta!
Annars tek ég undir þetta með Köben, dásamlegur staður!