Ananas- og gulrótarsúpa

Afmælissúpan var að hætti Sollu úr Grænum kosti Hagkaupa

2-3 msk ólífuolía, 1 blaðlaukur, 1-3 msk rautt karrímauk, 1-2 hvítlauksrif, 1 cm fersk engiferrót, 1 lárviðarlauf, 4 gulrætur, 1/4 sellerírót, 1/2 lítri vatn, 2 grænmetisteningar (helst gerlausir Rapunzel), 1 dós ananasbitar og safinn, 1 dós kókosmjólk (gjarnan lífræn), sjávarsalt og pipar, ferskt kóríander

Blaðlaukur skorinn smátt og hitaður í olíu í stórum potti í ca 3-5 mín. ásamt karrímauki, pressuðum hvítlauk, smátt skorinni engiferrót og lárviðarlaufi. Gulrótarstrimlum og litlum sellerírótarbitum bætt í og látið malla í 2 mín. Grænmetisteningar og vatn sett út í ásamt ananas og kókosmjólk. Sjóðið í um 15 mín. Salt og pipar, ferskt kóríander klippt yfir og borið fram. Gott að setja soðnar kjúklingabaunir og/eða rauðar linsubaunir út í til að gera súpuna matarmeiri og strá kókosflögum eða möndluflögum yfir.

2 athugasemdir

  1. Eftir að hafa gert súpuna nokkrum sinnum: það má alveg nota sæta kartöflu í staðinn fyrir sellerírót og kjúklingabaunirnar eru algert möst.

Skildu eftir svar við steinunninga Hætta við svar