Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli

Afi minn, Einar Kristjánsson rithöfundur, var fæddur 26. október á Hermundarfelli í Þistilfirði árið 1911 og lést þann 6. júlí 1996. Hann var bóndi á Hermundarfelli og Hagalandi og starfaði síðan sem húsvörður við Barnaskólann á Akureyri. Hann og amma, Guðrún Kristjánsdóttir, f. 16. ágúst 1917, giftu sig 11. september 1937. Ritstörfum sinnti hann meðfram fullu starfi sem húsvörður og hann og amma áttu fimm börn en þau eru: Angantýr, Óttar, Bergþóra, Hildigunnur og Einar Kristján. Hildigunnur lést árið 1987 og Einar Kristján 2002. Barnabörnin urðu 15 en Einar Angantýsson lést 1983, fjögurra ára gamall. Barnabarnabörnin eru 36. Afi var hagyrðingur góður, mikill músíkant og lék m.a.s. inn á hljómplötu. Hann var vinsæll upplesari og skemmtikraftur á árshátíðum og samkomum af ýmsu tagi. Lengi sá hann um vinsælan útvarpsþátt á rás eitt, Mér eru fornu minnin kær.

Platan hans afa

Platan hans afa

Eftir hann liggja eftirtalin skáldverk (smásögur o.fl.):

Septemberdagar 1952
Undir högg að sækja 1955
Dimmir hnettir 1959
Gott fólk 1960
Metnaður og mannvirðingar 1960
Blóm afþökkuð 1965
Eldrauða blómið og annarlegar manneskjur 1975
Þorraspaug og góugleði 1978

Einnig ritaði hann ævisögu sína (Skjaldborg gaf hana út ásamt safni verka hans):

Fjallabæjarfólk 1979
Ungs manns gaman 1980
Lengi væntir vonin 1981

Afi segir í niðurlagsorðum síðasta bindis ævisögu sinnar en þá er hann nýlega orðinn sjötugur:

„Æviár  mín hafa liðið með óðfluga hraða, að mér finnst. Vera má að það sé vegna þess hversu tilveran hefur verið mér veitul á lífsgæði þau, sem mestu máli skipta, en til þeirra telst hamingja í hjúskapar- og fjölskyldulífinu. (…) Þó að mín skráða ævisaga sé ekki misfelllulaus af minni hálfu, þykir mér vænt um hana. Ég horfi með eftirvæntingu til þess að lifa þá ævisögu, sem ég á enn óskráða, og mun aldrei kvíða endalokum hennar“.

Nú er ég að reyna að skrá hann á Wikipediu. Á einhver góða mynd af afa?

2 athugasemdir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s