Dimmar rósir

litilmynd1

Ég lauk við Dimmar rósir eftir Ólaf Gunnarsson um daginn. Þetta er flott saga með gamaldags raunsæisyfirbragði, doldið eins og Dostojevskí, þ.e. flottar mannlýsingar, mikið drama, miklar tilfinningar og stórar siðferðisspurningar. Bókin gerist á „hippatímanum“, þegar 68-kynslóðin var að byrja að hnýta í smáborgarana. Þar segir m.a. frá tónleikum Led Zeppelin og Kinks hér á landi, þetta hefur verið alveg meiriháttar viðburður hér í fásinninu. Verið er að byggja í Skeifunni og Glaumbær er óbrunninn þegar sagan gerist. Aðall Ólafs eru samtölin, það er engin smákúnst að skrifa almennilegan díalóg. Ritdómur í mbl. á leiðinni.

3 athugasemdir

  1. Bíð spennt eftir dómnum.
    Skemmtileg síða hjá þér Steinunn mín eins og þér er von og vísa, fullt af fróleik og speki. Svona á þetta að vera.

Skildu eftir svar við drengur Hætta við svar