Hansahillur?

Það var aldeilis tekið til hendinni heima um helgina. Herbergi sonarins var málað og settar upp dýrindis hansahillur sem mér áskotnuðust (takk Ester!). Þær eiga sér sögu frá nýliðinni öld en þær prýddu um árabil heimili Jónu frænku í Þverholti á Þórshöfn og síðast veggi bernskuheimilis míns að Víðilundi 14 a á Akureyri þar sem Ester býr nú rausnarbúi. Hillur þessar eru svo snilldarlega einfaldar, úthugsaðar og sígildar að það er leitun að öðru eins. Veit einhver hvaðan nafnið „hansa“ er komið og hver á  heiðurinn af hönnuninni? Ég finn ekki einu sinni mynd á netinu.

4 athugasemdir

  1. Trésmiðaverkstæði eða fyrirtæki að nafni Hansa hf framleiddi hillurnar á dögum innflutningshafta á Íslandi. Drengur, kannski við ættum að fara í útrás?

  2. Danir hafa gert minna af því að reisa álverksmiðjur og meira af því að smíða „Hansahillur“ þar drýpur smjör af hverju strái.

Skildu eftir svar við Drengur Hætta við svar