Nýja platan (diskurinn) hennar Ragnheiðar Gröndal, Bella and her black coffe, er einstaklega ljúf og falleg. Ég þurfti að hlusta á hana nokkrum sinnum til að meðtaka hana en ég er mikill aðdáandi Vetrarljóða. Ragnheiður slær á milda jazztóna og syngur með sinni afskaplega fallegu rödd (allt á ensku…) og Guðmundur Pétursson, snillingurinn sæti með flottasta nef og krullur sem til eru, spilar undir. Meiriháttar kósístemning í skammdeginu.

Sæl Steinunn.
Mátti til með að guða hér á glugga fyrst ég, fyrir algjöra tilviljun, rakst á bloggið þitt.
Ég er svo sammála þér með þennan disk, ótrúlega þægilegur að hlusta á. Að hugsa sér að vera búin að geyma hann nánast fullkláraðan í heilt ár vegna þess að hún (Ragnheiður) var ekki fullkomlega ánægð með röddina sína fyrir þessa tónlist. Núna fannst henni hún vera betur tilbúin, skellti söngnum yfir og viti menn, platan klár og svona líka stórfengleg.
Með bestu kveðjum
Ingólfur