Frábær ráð

Óvissa er alltaf vond og skapar mikla streitu. En nú er henni eytt og loksins orðið ljóst hvernig stjórnvöld ætla að bregðast við kreppunni. Þjóðráðið er s.s. að almenningur borgi brúsann með lakari lífskjörum, hærri sköttum, rýrari velferð og vaxandi skuldabyrðum. Að hækka verð á matvælum, bensíni og brennivíni (sem hækkar húsnæðislánin í leiðinni), skera niður í menntastofnunum og sjúkrahúsum, þetta eru aldeilis frábær ráð! Þetta er það eina sem þeim dettur í hug þótt setið hafi verið yfir þessu á löngum fundum og menn hafi varist allra frétta íbyggnir á svip. Þurftu  menn virkilega 3 mánuði til að finna þetta út,  var þetta ekki fyrirsjáanlegt? Þessi niðurstaða hlýtur að kalla á að þeir stóðu að öllu klúðrinu verði kallaðir til ábyrgðarinnar sem þeim var treyst til og fengu greitt fyrir að bera á sínum tíma, eignir þeirra teknar upp í kreppuskuldir og þeir sinni síðan samfélagsþjónustu í nokkur ár. En hvernig á að knýja það fram? Hafa stjórnvöld styrk og ekki síst sómatilfinningu til þess? Höfum við, almenningur, þor og dug til þess að heimta það? Eða sitjum við svekkt og fúl við eldhúsborðið og röflum, og höldum svo áfram að láta fara illa með okkur?

4 athugasemdir

  1. Eins og talað út úr mínum munni. Nú er maður gjörsamlega búin af fá nóg !! Var farin að sjá smá ljós í myrkrinu – maður t.d sá bensínið fara lækkandi – krónan aðeins að styrkjast og þá jafnframt afborganir lána aðeins að lækka en viti menn allt farið !! en nú er mál til komið að fara að sýna samstöðu og láta heyra í sér annsarsstaðar en í kaffistofunni. Allir á Austurvöll næsta laugardag !!

  2. Eins og talað út úr mínum munni. Nú er maður gjörsamlega búin að fá nóg !! Var farin að sjá smá ljós í myrkrinu – maður t.d sá bensínið fara lækkandi – krónan aðeins að styrkjast og þá jafnframt afborganir lána aðeins að lækka en viti menn allt farið !! en nú er mál til komið að fara að sýna samstöðu og láta heyra í sér annsarsstaðar en í kaffistofunni. Allir á Austurvöll næsta laugardag !!

  3. Ég hef nákvæmlega enga trú á íslenskum stjórnvöldum, eftir getuleysi þeirra til að taka á vandanum. Gott innlegg í umræðuna, og þarft. Kveðjur frá Berlínarfjölskyldunni í Íslandsheimsókn.

Skildu eftir svar við Soffía Hætta við svar