Mr. Skallagrímsson

Í gær lauk ég við  Móðurlaus Brooklyn eftir Edward Norton. Aðalpersónan Lionel Essrog er móðurlaus og með tourette. Rosalegir kækir og togstreita, bæði andleg og líkamleg. Sagan er hæg og soldið tyrfin en vel og skemmtilega skrifuð, tourettið fær skilning og samúð hjá mér. Við Þura systir skelltum okkur svo í kæruleysiskasti í Borgarnes að sjá Mr. Skallagrímsson í Landnámssetrinu þar sem Benedikt Erlingsson endursegir Egils sögu með glæsibrag. Hann er algjört sjarmatröll með kúlurass og stóð sig eins og hetja, hafði áhorfendur í vasanum og fléttaði þá inn í söguna þar sem hentaði. Ég hafði samt á tilfinningunni að hann hefði oft gert betur en í gær. Svo var hið hugljúfa Sommer  á RÚV lokahnykkurinn á menningarneyslu helgarinnar.

Tyrfið tourette

Tyrfið tourette

1 athugasemd

Skildu eftir svar við Jónína Ingibjörg Hætta við svar