Jólastússið er að ná hámarki. Ég á eftir að kaupa 2 jólagjafir, eitt jólatré, fylla ísskápinn og búa til toblerone-ís og hrísgrjónarönd með karamellusósu sem verið hefur eftirréttur á jólum á mínu heimili frá því ég fæddist (uppskrift frá mömmu). Svo eru smá þrif, tiltekt og skreytingar, bara gaman. En svo eru bara 2 rjúpur komnar í hús við illan leik, mig vantar helst 1-2 í víðbót ef vel á að vera. En veiðitímabilið er víst búið. Ég er búin að fara á bókasafnið og birgja mig upp af bókum og dvd svo ég býst við huggulegum jólum þótt spáð sé rigningu og meiri kreppu.
Blessuð kauptu bara skoskar rjúpur. Ágætis tækifæri til að gera samanburð!
Gleðileg jól heillin