Ófriður

Mér skilst að á Gazasvæðinu svonefnda (e. Gaza Strip) hafi verið stríð síðan um miðja síðustu öld. Gyðingar og Arabar berast þar á banaspjót og hvorugur vill víkja. Arabar byggðu Gaza sem stendur við ylvolgt Miðjarðarhafið en Gyðingar voru landlausir og þjóðir heims sakbitnar eftir seinni heimstyrjöldina og létu þessa landspildu (sem er ekki nema 41 km að lengd og 6-12 á breidd) eftir í sárabætur, án þess að ræða það frekar við Arabana. Kynslóðirnar á svæðinu, 1.4 milljónir manna,  þekkja ekki annað en ófrið og sprengjugný, grimmd og hatur. Fólkið á Gaza er í herkví, umkringt skriðdrekum og hermönnum, vatn og nauðsynjar á þrotum. Hvað verða  margir drepnir í nótt?

Einhver hagnast á þessu striði

Einhver hagnast á þessu stríði

6 athugasemdir

  1. Sko!
    Gyðingar hafa það afar í Bandaríkjunum og víða í Evrópu. En það er ekki nógu gott. Nei það verður að troða á einhverjum sakleysingjum vegna einhverrar spennusögu í 2000 ára gamalli skruddu!

  2. Ja, hvur þremillinn. Heldurðu að ég hafi ekki bara gleymt heilu orði?! Afar mikilvægu orði. Orðið er gott. Gott er orðið. Þetta er orðið gott.

  3. já þarna er fjöldi mann drepin á hverjum degi, fjölskyldur og börn, afhverju lítur heimsbyggðin undan ?? Fer samúð með öðrum minnkandi með hverri kynslóð ? Við höfum heyrt þetta í fréttum síðan við vorum smáarar og erum kannski orðin ónæm fyrir þessu.

  4. Hvað verða margir drepnir í dag, fjölskyldur og börn eru drepin, afhverju lítur heimsbyggðin undan ? Fer samúð með öðrum minnkandi með hverri kynslóð ?

Skildu eftir svar við steinunninga Hætta við svar