Böðvarsvaka

Arnar sem Þorleifur Kortsson

Ég fór með föður mínum á Böðvarsvöku í íslensku óperunni í gær. Þar var margt um manninn enda Böðvar Guðmundsson ástsælt skáld og rithöfundur. Sungin voru m.a. lög við texta Böðvars og lesin gullfalleg ljóð eftir hann (Arnar Jónsson og Sólveig dóttir hans gerðu það listavel), einnig var leikið brot úr Híbýlum vindanna (frekar mislukkað) og Skollaleik. Sem barn á Akureyri (12, 13 ára) sá ég uppsetningar Alþýðuleikhússins á bæði Skollaleik, þar sem Arnar Jónsson fór á kostum sem Þorleifur Kortsson, og Krummagulli, og er það ógleymanleg leikhúsreynsla.  Þráinn Karlsson las stórskemmtilegt brot úr einleik um kvenmannsleysi í sveitinni ognafni hans Bertelsson flutti Böðvari hjartnæma og snjalla afmæliskveðju. Vönduð dagskrá og metnaðarfull og alltaf gaman að njóta menningar. Silja Aðalsteinsdóttir og Þorleifur Hauksson voru sögumenn með sínum sjarmerandi röddum. Kvöldverður hjá Bekku frænku á eftir var svo punkturinn yfir i-ið, dýrindis hnetusteik og eplakaka með náttúrutei frá Eyjó. Yndislegt!Böðvar Guðmundsson, sjötugur 9. jan.

4 athugasemdir

    1. Stefnan tekin á Sólskinsdrenginn í dag, kl. 17.30. Allir velkomnir og sérstaklega hvattir til að sjá þessa fimm stjörnu mynd, ekki síst til að sjá aðalsólskinsdrenginn á kreditlistanum.

  1. Gaman að þessu. Að geta tekið þátt í menningarviðburðum altso. Skemmtilegast er þó að þú skulir deila þessu með okkur hinum. Meira, meira!

Skildu eftir svar við Steinunn Hætta við svar