Litla stúlkan og sígarettan

Marlboro?„Though ridiculous, with a narrator too misanthropic to be pitied, The Little Girl and the Cigarette is nevertheless a fascinating, albeit frustrating, fable of the terrifying power of public opinion“ segir á bookslut.com um Litlu stúlkuna og sígarettuna sem mamma gaf mér í jólagjöf (sennileg minnug þess að ég byrjaði alltof ung að reykja). Stórskemmtileg saga þar sem skrifstofublók lendir í hremmingum og almenningsálitið dæmir hann til dauða. Raunveruleikaþættir, fjölmiðlasirkus, kynferðisleg áreitni, reykingabann, dauðarefsingar, kvenréttindi, réttindi barna, allt er þetta sýnt í ljósi fáránleikans. Þýðing Friðriks Rafnssonar er örugglega trés bien en alltof mikið af prentvillum í bókinni (Skrudda gefur út).

2 athugasemdir

  1. Hvað er málið með þessar prentvillur í bókum nú til dags? Las eina sem hafði alveg örugglega ekki verið lesin yfir áður en hún var prentuð, gefin út og seld fyrir morðfé!

    Mig langar að lesa þessa bók. Viltu lána mér hana eftir nokkra mánuði?

Skildu eftir svar við steinunninga Hætta við svar