
Mynd til að orna sér við á köldum vetrardegi
Í sumar kom ég í Þórsmörk í fyrsta sinn á ævinni (já, hvað með það? Margir Sunnlendingar hafa aldrei komið í Ásbyrgi). Það er algjör paradís á jörð, allavega meðan sólin skín. Um nóttina voru hins vegar einhverjir íslenskir fulltrúar ungu kynslóðarinnar sem tóku að sér að sjá um að leika danslög til klukkan fimm að morgni, s.s. með gettóblaster og risahátalara , allt í botni bæði aðfararnótt laugar- og sunnudags. Og ruslið sem þetta lið skildi eftir sig þegar það loksins skreið upp í jeppann hans pabba síns seinnipartinn á sunnudag til að halda heim á leið, það var algerlega til skammar. Ég hvet alla unga sem aldna ferðamenn að ganga ávallt vel um landið okkar og sýna öðru fólki tillitsemi í allri umgengni.
Ég er fædd og uppalin (í frumbernsku) í Reykjavík. Ég hef milljón sinnum komið í Ásbyrgi en ALDREI í Þórsmörk. Enda átti mamma mín aldrei jeppa.